Fréttir og tilkynningar: nóvember 2010

Fyrirsagnalisti

29. nóv. 2010 : Endurskoðuð þjóðhagsspá fyrir árin 2010-2015

SIS_Fjarmal_sveitarfel_760x640

Hagstofa Íslands gaf út endurskoðaða þjóðhagsspá þann 23. nóvember. Spáin nær yfir árin 2010 – 2015 eins og fyrri spá fyrir sama tímabil sem kom út um  miðjan júní. Þjóðhagsspá Hagstofu Íslands í nóvember 2010 er öllu svartsýnni en sú spá sem gefin var út í júní sl. Þá var gert ráð fyrir að samdráttur einkaneyslu yrði minni en nú er gert ráð fyrir.

Nánar...

25. nóv. 2010 : Árbók sveitarfélaga 2010 komin á vefinn

Arbok2010Kapa

Árbók sveitarfélaga 2010 sem kom út í október sl. er nú komin inn á heimasíðu sambandsins. Í bókinni er að finna upplýsingar um rekstur og efnahag sveitarfélaganna sem byggðar eru á niðurstöðum ársreikninga þeirra árið 2009. Einnig eru birtar í árbókinni upplýsingar um ýmis önnur atriði sem varða sveitarfélögin og rekstur þeirra sem gagnlegt er að hafa samandregnar á einum stað.

Nánar...

25. nóv. 2010 : Útgreiðsla séreignasparnaðar

SIS_Fjarmal_sveitarfel_760x640

Hag- og upplýsingasvið hefur uppfært excel töflu er varðar útgreiðslu á séreignarsparnaði. Taflan sýnir útgreiðsluna hjá hverju og einu sveitarfélagi og hvernig hún dreifist á mánuðina. Útsvarið er síðan reiknað út miðað við þær upphæðir sem þar koma fram.

Nánar...

23. nóv. 2010 : Ákvörðun útsvarshlutfalls 2011

SIS_Fjarmal_sveitarfel_760x640

Sveitarstjórnir eru minntar á að skv. 24. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga ber þeim að ákveða fyrir 1. desember nk. hvert álagningarhlutfall útsvars skal lagt á tekjur manna á næsta ári. Ákvörðun þessa skal jafnframt tilkynna fjármálaráðuneytinu fyrir 15. desember.

Nánar...

15. nóv. 2010 : Staðgreiðsluáætlun sveitarfélaga 2010-2011

SIS_Fjarmal_sveitarfel_760x640

Hag- og upplýsingasvið hefur gefið út staðgreiðsluáætlun sveitarfélaga fyrir árin 2010 og  2011. Gert er ráð fyrir útsvarsstofninn hækki að meðaltali á öllu landinu um c.a 3% á milli ára 2010 og 2011.

Nánar...