Fréttir og tilkynningar: 2010

Fyrirsagnalisti

29. des. 2010 : Skólaskýrsla 2010 er komin út á rafrænu formi

KAPA_Skolaskyrsla

Skólaskýrsla 2010 er nú komin út á rafrænu formi. Markmið með skýrslunni er að birta tölulegar upplýsingar um skólamál og gera þær aðgengilegar. Í skýrslunni er bæði fjallað um leikskóla og grunnskóla og er þar að finna ýmsar magntölur yfir nemendur, skóla, starfsfólk og rekstrarkostnað.

Nánar...

27. des. 2010 : Uppgjör framlaga úr Jöfnunarsjóði 2010 og almenn framlög vegna grunnskóla 2011

SIS_Skolamal_760x640

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur jafnframt samþykkt tillögur ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga frá 17. desember síðastliðinn um endurskoðun og uppgjör  eftirfarandi framlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga  á árinu 2010. Þá hefur ráðherra einnig samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga frá 17. desember síðastliðinn um áætlaða úthlutun almennra jöfnunarframlaga til reksturs grunnskóla á árinu 2011.

Nánar...

22. des. 2010 : Útsvarsprósentur 2011

SIS_Fjarmal_sveitarfel_760x640

Nú liggja fyrir útsvarsprósentur sveitarfélaga fyrir árið 2011. Meðalútsvarið verður 14,41% í stað 13,12% . Með yfirfærslu á málefnum fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga á næsta ári hækkaði útsvarsheimild sveitarfélaga um 1.2 prósentustig.

Nánar...

17. des. 2010 : Útsvar mun skiptast milli sveitarfélaga

SIS_Fjarmal_sveitarfel_760x640

Meirihluti efnahags- og skattanefnd Alþingis lagt til þá breytingartillögu við frumvarp fjármálaráðherra um skatta og gjöld (313. mál), að lögum um tekjustofna sveitarfélaga verði breytt í samræmi við tillögu frá nefnd um endurskoðun tekjustofna sveitarfélaga sem tekið var undir í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um frumvarpið.

Nánar...

10. des. 2010 : Áætluð framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á árinu 2011

Skjaldarmerki

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur samþykkt tillögur ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga  um áætlaðar úthlutanir framlaga á árinu 2011. Tillögurnar eru í fimm liðum sem varða útgjaldajöfnunarframlög, skólaakstur, lækkaðar fasteignaskatttekjur, sérþarfir fatlaðra nemenda og nýbúafræðslu. 

Nánar...

10. des. 2010 : Ný reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga

Skjaldarmerki

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur gefið út nýja reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Reglugerðin, sem nær til allra lögákveðinna verkefna sjóðsins, er sett á grundvelli 18. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga og öðlast gildi 1. janúar 2011. Þá fellur úr gildi reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, nr. 113/2003, með síðari breytingum.

Nánar...

02. des. 2010 : Breytingar á skattalögum vegna málefna fatlaðra

SIS_Fjarmal_sveitarfel_760x640

Athygli sveitarstjórna er vakin á því að fjármálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um breytingar á ýmsum lagaákvæðum um skatta og gjöld. Í 26. gr. frumvarpsins er mælt fyrir um að bæði hámarks- og lágmarksútsvar skv. lögum um tekjustofna sveitarfélaga hækki  um 1,20 hundraðshluta. Hámarksútsvar verður því 14,48% og lágmarksútsvar 12,44%. Í 7. og 14. gr. frumvarpsins er mælt fyrir um að álagningarhlutfall tekjuskatts og staðgreiðsluhlutfall lækki um samsvarandi hlutfall.

Nánar...

29. nóv. 2010 : Endurskoðuð þjóðhagsspá fyrir árin 2010-2015

SIS_Fjarmal_sveitarfel_760x640

Hagstofa Íslands gaf út endurskoðaða þjóðhagsspá þann 23. nóvember. Spáin nær yfir árin 2010 – 2015 eins og fyrri spá fyrir sama tímabil sem kom út um  miðjan júní. Þjóðhagsspá Hagstofu Íslands í nóvember 2010 er öllu svartsýnni en sú spá sem gefin var út í júní sl. Þá var gert ráð fyrir að samdráttur einkaneyslu yrði minni en nú er gert ráð fyrir.

Nánar...

25. nóv. 2010 : Árbók sveitarfélaga 2010 komin á vefinn

Arbok2010Kapa

Árbók sveitarfélaga 2010 sem kom út í október sl. er nú komin inn á heimasíðu sambandsins. Í bókinni er að finna upplýsingar um rekstur og efnahag sveitarfélaganna sem byggðar eru á niðurstöðum ársreikninga þeirra árið 2009. Einnig eru birtar í árbókinni upplýsingar um ýmis önnur atriði sem varða sveitarfélögin og rekstur þeirra sem gagnlegt er að hafa samandregnar á einum stað.

Nánar...

25. nóv. 2010 : Útgreiðsla séreignasparnaðar

SIS_Fjarmal_sveitarfel_760x640

Hag- og upplýsingasvið hefur uppfært excel töflu er varðar útgreiðslu á séreignarsparnaði. Taflan sýnir útgreiðsluna hjá hverju og einu sveitarfélagi og hvernig hún dreifist á mánuðina. Útsvarið er síðan reiknað út miðað við þær upphæðir sem þar koma fram.

Nánar...
Síða 1 af 3