Félagar í Félagi grunnskólakennara hafa samþykkt nýgerðan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga. Atkvæðagreiðsla hófst þriðjudaginn 15. mars og lauk klukkan tíu í dag.
Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar er svohljóðandi:
- Á kjörskrá voru 5.170
- Atkvæði greiddu 3.610 eða 69,83%
- Já sögðu 2.254 eða 62,44%
- Nei sögðu 1.161 eða 32,16%
- Auðir voru 195 eða 5,40%
Kjarasamningur Félags grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga var undirritaður í Karphúsinu, húsi ríkissáttasemjara, 10. mars síðastliðinn.
Gildistími hins nýja kjarasamnings er 1. janúar 2022 til 31. mars 2023.