15. des. 2015

Umræðu- og upplýsingafundur um niðurstöður endurmats á yfirfærslu þjónustu við fatlað fólk

Samband íslenskra sveitarfélaga boðar til umræðu- og upplýsingafundar miðvikudaginn 1 6 . des ember 2015, kl. 1 3 :00 til 1 6 :30 . Fundurinn verður haldinn í stóra salnum á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu.

Á fundinum verður gerð grein fyrir niðurstöðum endurmats á yfirfærslu þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga. Kynntar verða ábendingar og tillögur í skýrslu verkefnisstjórnar um endurmatið en reiknað er með að skýrslan verði gerð opinber í lok vikunnar ásamt því að gengið verður frá samkomulagi ríkis og sveitarfélaga um framtíðarfjármögnun málaflokksins.