09. júl. 2010

Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga

  • SIS_Felagsthjonusta_760x640

Í ljósi fréttaflutnings um sumarlokun hjálparstofnanna á höfuðborgarsvæðinu vill Samband íslenskra sveitarfélaga fyrir hönd sveitarfélaga í landinu leiðrétta ákveðinn misskilning sem komið hefur fram í fjölmiðlum.

Það er ljóst að fjárhagsaðstoð til framfærslu er á forræði sveitarfélaganna í landinu. Fjárhagsaðstoð til framfærslu er veitt samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga og reglum hvers sveitarfélags fyrir sig. Sjá nánar reglur sveitarfélaganna um fjárhagsaðstoð á heimsíðu félags- og tryggingamálaráðuneytisins.

Einstaklingar með tekjur undir ákveðnum viðmiðunarmörkum (t.d. einstaklingar með hluta af atvinnuleysisbótum eða einstaklingar í hlutastarfi) eða einstaklingar án framfærslu eiga rétt á því að sækja um fjárhagsaðstoð og vísa sveitarfélögin engum frá sem eru í neyð.

Almennt er fjárhagsaðstoð sveitarfélaga um 126.000 kr. til einstaklings og 200.000 til hjóna. Auk þess á fólk rétt á húsaleigubótum og sérstökum húsaleigubótum. Aðstoð hjálparstofnanna er því ávallt viðbót við fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna.