03. nóv. 2014

Gæði umönnunar aldraðra

Hádegisverðarfundur í Norræna húsinu

  • Lógó velferðarþjónusta á norðurlöndum

Miðvikudaginn 12. nóvember nk. efnir Velferðarmiðstöð Norðurlanda til hádegisverðarumræðu undir fyrirsögninni „Hvernig mælum við gæði umönnunar aldraðra?“. Rætt verður um bestu leiðina til að mæla gæði opinberrar þjónustu, t.d. öldrunarþjónustu. Þetta viðfangsefni er stöðugt í umræðunni og oft fátt um svör.

Meðal þátttakenda í pallborðsumræðunum verður Gyða Hjartardóttir, félagsþjónustufulltrúi sambandsins, en auk hennar taka þátt Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, Halldór S. Guðmundsson, rekstrarstjóri Þjónustu- og öldrunarheimilis Akureyrar, og Sigurveig H. Sigurðardóttir lektor í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands.

Þátttaka í fundinum er án endurgjalds en á fundinum verður boðið upp á léttan hádegisverð.

Nauðsynlegt er að skrá sig á fundinn á vef Velferðarmiðstöðvarinnar.