17. feb. 2014

Flutningur málefna fatlaðs fólks frá ríki til sveitarfélaga

Afstaða þjónustusvæða til faglegra og fjárhagslegra forsendna yfirfærslunnar

  • SkyrslaFlutningur

Lögfræði- og velferðarsvið sambandsins hefur gefið út niðurstöður spurningakönnunar sem send var út til stjórnenda á 15 þjónustusvæðum sem til urðu við yfirflutning málefna fatlaðs fólks frá ríki til sveitarfélaga árið 2011. Spurningakönnunin var rafræn og var opnað fyrir könnunina þann 24. október 2013. Svör bárust frá öllum þjónustusvæðunum.

Niðurstöður könnunarinnar voru birtar í skýrslu sem kynnt var á upplýsinga- og umræðufundi um yfirfærsluna sem fram fór á Grand hóteli í Reykjavík föstudaginn 14. febrúar sl. Af hálfu lögfræði- og velferðarsviðs tóku þau Gyða Hjartardóttir, félagsþjónustufulltrúi sambandsins, og Tryggvi Þórhallsson lögfræðingur þátt í heimsóknum á þjónustusvæðin 15 og önnuðust fyrirlögn spurningarlistans. Þau sáu einnig um úrvinnslu á þeim niðurstöðum sem raktar eru í skýrslunni í samvinnu við sérfræðinga á hag- og upplýsingasviði sambandsins, þau Val Rafn Halldórsson og Valgerði Freyju Ágústsdóttur.

Skýrsluna má nálgast á tenglinum hér að neðan.