21. nóv. 2013

Félagsþjónustuskýrslan birt rafrænt

  • Fel2013

 

Í ljósi þess hve seint Félagsþjónustuskýrsla hefur komið út s.l. ár hefur verið tekin sú ákvörðun að birta þá kafla hennar sem eru tilbúnir jafnóðum á rafrænu formi. Markmið skýrslunnar er m.a. að veita nauðsynlegar upplýsingar um félagsþjónustu sveitarfélaga, umfang hennar og kostnað.  Mat sambandsins er að brýnna sé að koma efninu á framfæri sem fyrst en að bíða eftir því að öll skýrslan sé tilbúin.

Nálgast má þá kafla skýrslunnar sem eru tilbúnir hér á vef sambandsins.

Skýrsluna vann Valgerður Freyja Ágústsdóttir, sérfræðingur á hag- og upplýsingasviði Sambands íslenskra sveitarfélaga (valgerdur@samband.is).

Þegar öll skýrslan er tilbúin verður hægt að kaupa prentuð eintök.