28. nóv. 2012

Málþing Samtaka félagsmálastjóra á Íslandi

  • SIS_Felagsthjonusta_760x640

Málþing Samtaka félagsmálastjóra á Íslandi verður haldið í Hlégarði í Mosfellsbæ fimmtudaginn 6. desember nk. undir yfirskriftinni „Í kör? – Nei takk!". Fjallað verður um tækifæri og framtíð eldra fólks á Íslandi. Meðal frummælenda á fundinum verða Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra og Lára Björnsdóttir, fyrrverandi félagsmálastjóri í Reykjavík. Fundarstjóri verður Unnur V. Ingólfsdóttir, félagsmálastjóri Mosfellsbæjar.

13:00 Ávarp velferðarráðherra
Guðbjartur Hannesson
13:15 Tækifæri við yfirfærslu á málefnum aldraðra frá ríki til sveitarfélaga
Lúðvík Geirsson, alþingismaður og bæjarfulltrúi
13:45 Félagslegar aðstæður eldra fólks – dagurinn í dag – framtíðin
Sigurbjörg Björgvinsdóttir, félagsfræðingur og fyrrum forstöðumaður félagsstarfs eldri borgara í Kópavogi
14:15 Eitt samfélag fyrir alla
Lára Björnsdóttir, félagsráðgjafi MA og fyrrverandi félagsmálastjóri í Reykjavík
14:45 K a f f i  og  k l e i n u r
15:10 Hvað er sjötugum fært?
Árni Bergmann rithöfundur
14:40 Aldur og hamingja
Gunnar Hersveinn rithöfundur
16:10 Lokaorð
Aðalsteinn Sigfússon, formaður Samtaka félagsmálastjóra á Íslandi

Fundarstjóri: Unnur V. Ingólfsdóttir, félagsmálastjóri Mosfellsbæjar.

Þátttaka (nafn og kennitala greiðanda) tilkynnist í netfangið mos@mos.is eða í síma 525 6700 í síðasta lagi 5. desember. Þátttökugjald er 4.000 krónur.