22. nóv. 2012

Vinnufundur um reglugerð um þjónustu við fatlað fólk á heimili sínu

  • pusl

Vinnufundur velferðarráðuneytisins í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og Landssamtökin Þroskahjálp um reglugerð um þjónustu við fatlað fólk á heimili sínu verður haldinn í fundarsal velferðarráðuneytisins (Verinu 3. hæð) í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu föstudaginn 7. desember 2012 og hefst kl. 13.00. Á vinnufundinum verður m.a. fjallað um hvernig gengið hefur að vinna að framkvæmd verkefnsins, hver álitamálin eru og hvað þarf að gera betur!

Markmið vinnufundarins er að reyna að skerpa skilning þjónustuaðila á
þjónustusvæðunum á markmiðum og framkvæmd Reglugerðar um þjónustu við
fatlað  fólk á heimilum sínum. Fram hafa komið spurningar sem brýnt er að
svara þannig að framkvæmd þjónustu á grundvelli reglugerðarinnar  geti orðið
samræmd og skilvirk á landinu öllu.

Þátttakendur eru beðnir um að móta spurningar til þess að leggja fyrir fyrirlesara á
vinnufundinum.  Spurningar þurfa að hafa borist undirritum fyrir 26. nóvember
 næstkomandi þannig að hægt verði að svara þeim á fundinum. Einnig er þó gert ráð
fyrir því að hægt verði að svara fyrirspurnum úr sal á fundinum.

Markhópar vinnufundarins eru: Framkvæmdaaðilar þjónustu á þjónustusvæðum og réttindagæslumenn.

Fundarboð er sent í gegnum bókunarkerfi velferðarráðuneytisins og eru fundarmenn beðnir um að tilkynna þátttöku fyrir 4. desember næstkomandi.

Dagskrá:


13:00 Ávarp
Sveinn Magnússon, skrifstofustjóri á skrifstofu velferðarskrifstofu.
13:05 Hver var þörf fyrir nýja reglugerð? Saga úr  raunveruleikanum.
Jarþrúður Þórhallsdóttir, foreldri og fötlunarfræðingur.
13:30 Þjónustuferillinn – frá umsókn til þjónustu. Hvað þarf að hafa í huga?
Þór Þórarinsson, sérfræðingur í velferðarráðuneytinu.
14:00 Framkvæmd reglugerðar í þjónustu og rekstri á heimilum fatlaðs fólks.
Ellý Alda Þorsteinsdóttir, skrifstofustjóri á velferðarsviði Reykjavíkurborgar.
14:20 K A F F I
14:35 „Hvernig snæðir maður stórt landspendýr?“ aðferðafræði sveitarfélaga við framkvæmd reglugerðarinnar.
Tryggvi  Þórhallsson, lögfræðingur Sambands íslenskra sveitarfélaga.
15:05 „Hugmyndafræði og steinsteypa“ – helstu viðmið.
Friðrik Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar.
15:25 Spurningar og svör
Fyrirlesarar svara spurningum fundarmanna sem borist hafa fyrir fundinn.
15:50 Samantekt og slit.

Fundarstjóri:

Gyða Hjartardóttir, félagsþjónustufulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga.