07. nóv. 2012

Húsnæðismál sveitarfélaga - ráðstefna 16. nóvember

  • IMG_3368
 

Varasjóður húsnæðismála í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga, Íbúðalánasjóð og Velferðarráðuneytið boðar til fundar  um húsnæðismál. Fundurinn verður haldinn á Hótel KEA á Akureyri, föstudaginn 16. nóvember nk. Markmið ráðstefnunnar er að efla miðlun upplýsinga til sveitarfélaga um framvindu og horfur í húsnæðismálum og stuðla að samstarfi þeirra aðila sem starfa að húsnæðismálum á vegum sveitarfélaga.

Á ráðstefnunni verður starfsemi Varasjóðs húsnæðismála kynnt, farið yfir stefnumótun stjórnvalda í húsnæðismálum og greint frá niðurstöðum vinnuhópa um húsnæðismál. Kynnt verður starfsemi Fasteigna Akureyrar og Félagsbústaða í Reykjavík. Fjallað verður um hlutverk og starfsemi Íbúðalánsjóðs með tilliti til húsnæðismála á vegum sveitarfélaga.

Meðal ræðumanna verða Guðríður Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri Fasteigna Akureyrabæjar, Sigurður Kr. Friðriksson framkvæmdastjóri Félagsbústaða í Reykjavík, Ingi Valur Jóhannsson, formaður stjórnar ráðgjafanefndar um Varasjóð húsnæðismála og Úlfar Þór Indriðason, sviðstjóri fyrirtækjasviðs Íbúðalánasjóðs.

Nánari dagskrá verður birt næstu daga á heimasíðu Íbúðalánasjóðs, hér á vefsíðu sambandsins og á vefsíðu Varasjóðs húsnæðismála.