25. sep. 2012

Sáttmáli SÞ um réttindi fólks með fötlun - málþing um innleiðingu og eftirlit

  • SIS_Felagsthjonusta_760x640

Fimmtudaginn 11. október 2012 mun Öryrkjabandalag Íslands bjóða til málþings í samstarfi við innanríkisráðuneytið, velferðarráðuneytið, Mannréttindaskrifstofu Íslands og Rannsóknasetur í fötlunarfræðum við Háskóla Íslands. Málþingið stendur frá kl. 9-16 í Silfurbergi í Hörpu og verður þar fjallað um ýmis atriði er varða innleiðingu og eftirlit sáttmála SÞ um réttindi fólks með fötlun.


Umfjöllunarefnið hefur ýmsa snertifleti við sveitarfélögin sem þjónustuveitendur og stjórnvöld í málaflokki fatlaðs fólks. Sambandið hvetur því kjörna fulltrúa og starfsmenn sveitarfélaga til þess að kynna sér dagskrána: http://www.obi.is/utgafa/frettir/nr/1197 og að þeir taki daginn frá sem áhuga hafa á þátttöku.