05. sep. 2012

Nýráðnir réttindagæslumenn fatlaðs fólks

  • SIS_Felagsthjonusta_760x640

Gengið hefur verið frá ráðningu átta réttindagæslumanna fatlaðs fólks víðsvegar um landið í samræmi við lög um réttindagæslu fyrir fatlað fólk nr. 88/2011. Þeir sem ráðnir voru hafa allir tekið til starfa.

Meginverkefni réttindagæslumanns er að aðstoða og leiðbeina fólki sem vegna fötlunar sinnar á erfitt með gæta réttinda sinna sjálft. Réttindagæslumenn skulu fylgjast með högum fatlaðs fólks á sínu svæði og vera því innan handar við réttindagæslu hvers konar, hvort sem það er vegna meðferðar einkafjármuna þess, þjónustu sem það á rétt á eða varðandi önnur persónuleg réttindi eða einkamál þess.

Nánari upplýsingar um réttindagæslumenn koma fram í frétt á vefsíðu velferðarráðuneytisins.