25. jún. 2012

Framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks samþykkt á Alþingi

  • Althingi_300x300p

Þann 11. júní sl. samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks til ársins 2014. Framkvæmdaáætlunin tekur mið af samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks auk annarra alþjóðlegra mannréttindasáttmála sem Ísland er aðili að. Þá tekur áætlunin einnig mið af þeirri þróun sem orðið hefur í þjónustu við fatlað fólk og leggur áherslu á einstaklingsmiðun, fjölbreytni og stjórn fatlaðs fólks á eigin lífi.

Áætlunin er í þremur meginflokkum:

  1. Meginmarkmið í málaflokki fatlaðs fólks 2012-2020.
  2. Framkvæmdaáætlun í málaflokki fatlaðs fólks 2012-2014.
  3. Einstök málasvið framkvæmdaáætlunarinnar.

Flokkur III. er sá viðamesti í áætluninni en þar er hver málaflokkur skilgreindur þannig að fram koma markmið flokksins, framkvæmd verkefnisins, ábyrgðaraðili, samstarfsaðilar, tímabil og kostnaður auk þess sem tilgreint er hver mælikvarði á árangur verkefnisins er. 


Framkvæmdaáætlunina í heild má sjá á tenglinum hér að neðan.


Framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks.