25. jan. 2012

Leiðbeinandi reglur um þrjá þætti í þjónustu við fatlað fólk

  • mappa

Velferðarráðuneytið hefur gefið út leiðbeinandi reglur fyrir sveitarfélög um framkvæmd þjónustu við fatlað fólk. Leiðbeiningarnar taka til þjónustu stuðningsfjölskyldna, ferðaþjónustu auk styrkja til náms og tækjakaupa fatlaðs fólks.

Leiðbeinandi reglur um framantalda þætti eru gefnar út á grundvelli ákvæða í lögum nr. 59/1992 um málefni fatlaðs fólks. Markmiðið með útgáfunni er að stuðla að samræmi í þjónustu milli þjónustusvæða og að sveitarfélög tileinki sér fyrirkomulag sem gefið hefur góða raun á öðrum stöðum.

Leiðbeiningarnar eru aðgengilegar á vef ráðuneytisins og hér að neðan: