07. des. 2011

Styrkir til gæðaverkefna árið 2011

  • SIS_Felagsthjonusta_760x640


Velferðarráðuneytið auglýsir styrki vegna gæðaverkefna árið 2011. Að þessu sinni verður sérstök áhersla lögð á verkefni tengd samþættingu heilbrigðis- og félagsþjónustu, s.s. verkefni sem stuðla að umbótastarfi, nýbreytni eða auknum gæðum þjónustunnar. Önnur gæðaverkefni koma einnig til álita.

Í styrkumsókn skal m.a. koma fram markmið verkefnis, framkvæmdaáætlun og hvernig unnt væri að nýta niðurstöður til að bæta þjónustuna. Sótt skal um í nafni einstakra stofnana og/eða starfseiningar. Styrkirnir eru að hámarki 400 þúsund krónur.

Vakin er athygli á að umsækjendum er gert að sækja um rafrænt á umsóknavef Stjórnarráðsins. Sækja þarf um aðgang að umsóknavefnum á vefslóðinni http://umsokn.stjr.is.

Aðgangur er gefinn á kennitölu ábyrgðarmanns umsóknar og verður lykilorð sent til viðkomandi á netfang sem hann gefur upp við nýskráningu. Undir flipanum Umsóknir er umsóknareyðublaðið fyrir gæðastyrki velferðarráðuneytisins. Svæði merkt rauðri stjörnu verður að fylla út. Umsækjendur geta vistað umsókn áður en hún er send og nálgast hana aftur undir flipanum Mín mál.

Umsóknarfrestur er til og með 16. desember 2011.

Nánari upplýsingar veitir Ásthildur Knútsdóttir sérfræðingur í velferðarráðuneytinu í tölvupósti á postur@vel.is.

Af vefsíðu Velferðarráðuneytisins.