28. okt. 2011

Vel heppnaður vinnudagur

  • VinnudagurHotelNatura

Miðvikudaginn 26. október sl, var efnt til vinnudags á Hótel Natura í Reykjavík fyrir starfsfólk sem kemur að málefnum fatlaðs fólks. Mjög vel var mætt á vinnufundinn en alls komu þar um 150 manns hvaðanæva að af landinu. Vinnudagurinn var haldinn í samstarfi Sambands íslenskra sveitarfélaga, velferðarráðuneytisins og Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. Vinnufundurinn þótti heppnast ákaflega vel og var almenn ánægja með þessa nýjung.

Vinnudagurinn var haldinn á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga og velferðarráðuneytisins í samstarfi við Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins um gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning byggðan á niðurstöðum Mats á stuðningsþörf: SIS. Fundarstjóri var Gyða Hjartardóttir, félagsþjónustufulltrúi sambandsins.

Dagskrá vinnudagsins og fyrirlestra sem fluttir voru má finna á vefsíðu hans hér á vef sambandsins.