20. maí 2011

Átta trúnaðarmenn skipaðir samkvæmt lögum um málefni fatlaðs fólks

  • SIS_Felagsthjonusta_760x640

Trúnaðarmannakerfi var eitt af þeim atriðum sem hugað var að við endurskoðun laga um málefni fatlaðs fólks sem fram fór á liðnu hausti. Trúnaðarmenn eru hluti af réttindagæslu fatlaðs fólks, sem ríkið fer með skv. þeirra verkaskiptingu sem komið var á um áramótin samhliða yfirfærslu málaflokksins. Ný reglugerð um trúnaðarmenn var sett fljótlega eftir áramót og nú hefur velferðarráðherra skipað í umræddar stöður að fengnum tilnefningum hagsmunasamtaka.

Verkefni trúnaðarmanna er að fylgjast með högum fatlaðs fólks og aðstoða það við hvers konar réttindagæslu. Notandi þjónustu getur leitað til trúnaðarmanns með hvaðeina sem varðar réttindi, fjármuni og önnur persónuleg mál. Trúnaðarmaður skal veita viðkomandi stuðning og aðstoða hann við að leita réttar síns eftir því sem við á. Einnig er gert ráð fyrir að hver sá sem telur að brotið sé á réttindum fatlaðs einstaklings geti tilkynnt það trúnaðarmanni auk þess sem trúnaðarmaður getur tekið upp mál að eigin frumkvæði. Trúnaðarmaður skal vera sýnilegur og standa fyrir fræðslu fyrir fatlað fólk og þá sem starfa með því.

Trúnaðarmennirnir eru átta og starfa í landshlutum sem hér segir:

Reykjavík og Seltjarnarnes 

Halldór Gunnarsson s. 858 1550 og
Maggý Hrönn Hermannsdóttir s. 858 1627
Kópavogur, Garðabær, Álftanes, Mosfellsbær og Kjós
Ingibjörg Guðrúnardóttir s. 858 1753
Hafnarfjörður og Suðurnes
Kristín Sigurjónsdóttir s. 858 1798
Vesturland og Vestfirðir Jón Þorsteinn Sigurðsson s. 858 1939
Norðurland vestra, Akureyri og Norðurþing
Guðrún Pálmadóttir s. 858 1959
Austurland og Hornafjörður
Sigurlaug Gísladóttir s. 858 1964
 Vestmannaeyjar og Suðurland    
Kristjana Sigmundsdóttir s. 858 2142