18. maí 2017

Líflegar umræður um Sáttmála SÞ um réttindi fatlaðs fólks

Þriðjudaginn 16. maí, var efnt til málþings undir yfirskriftinni Hvaða þýðingu hefur Sáttmáli SÞ um réttindi fatlaðs fólks fyrir starfsemi og þjónustu sveitarfélaganna?. Málþingið var haldið í samvinnu Sambands íslenskra sveitarfélaga, Öryrkjabandalags Íslands, Landssamtakanna Þroskahjálpar og Rannsóknaseturs í fötlunarfræðum við Háskóla Íslands með styrk frá velferðarráðuneytinu.

InnleidingSThMarkmiðið með málþinginu var að hefja umræðu um innleiðingu sáttmálans, en eins og kunnugt er samþykkti Alþingi í september sl. að fullgilda hann af Íslands hálfu. Með frumvörpum sem nú liggja fyrir þinginu er lagaramminn aðlagaður að sáttmálanum en næstu skref munu felast í því að innleiða meginreglur sáttmálans í daglegri þjónustu.

Líflegar umræður urðu um sáttmálann og tóku þátt í henni fjölmargir notendur þjónustu sveitarfélaga sem sóttu málþingið. Mikilvægi samtals milli notenda og þjónustuaðila var rauði þráðurinn í umræðunni auk þess sem greindar voru margháttaðar áskoranir fyrir sveitarfélögin í því ferli sem framundan er.

Langflest ríki Evrópu hafa fullgilt sáttmálann og gerðu mörg þeirra það þegar á árunum 2007-2009. Danmörk fullgilti samninginn fyrir sitt leyti í júlí 2009 og er því komin nokkur reynsla á þýðingu sáttmálans fyrir dönsk sveitarfélög.

Á málþinginu flutti Maria Ventegodt Liisberg erindi um innleiðinguna í Danmörku og fjallaði m.a. um mikilvægi þess að greina tiltekna vísa (indikatorer) um framvinduna. Sagði hún frá 10 vísum sem mótaðir hafa verið um framvinduna gagnvart dönskum sveitarfélögum (sjá hér - yfirlit á ensku kemur fram á bls. 11).

Málþingið var tekið upp og er upptaka frá því aðgengileg á tenglinum hér að neðan.