28. feb. 2017

Kynningarfundur um húsnæðisáætlanir sveitarfélaga

Íbúðalánasjóður stendur fyrir kynningarfundi í dag um gerð og framkvæmd húsnæðisáætlana sveitarfélaga. Á fundinum verður kynnt ítarlegt efnisyfirlit fyrir húsnæðisáætlanir sem Íbúðalánasjóður hefur unnið að í samstarfi við sambandið. Jafnframt verður farið yfir þau tölfræðilegu gögn sem Íbúðalánasjóður mun leggja til og nýst geta sveitarfélögum við gerð húsnæðisáætlana.

Fundurinn í dag, 28. febrúar, er frá kl. 13:00 til 14:30 í húskynnum ÍLS í Borgartúni 21 í Reykjavík og dagskráin er þessi:

 • Ávarp
  Hermann Jónasson, forstjóri ÍLS
 • Gerð húsnæðisáætlana
  Sigrún Ásta Magnúsdóttir, sérfræðingur á fjárstýringarsviði ÍLS
 • Upphafsskref að gerð húsnæðisáætlunar - Reynsla og sýn sveitarfélags
  Sigrún Árnadóttir, bæjarstjóri Sandgerðisbæjar
 • Tölfræðilegur gagnapakki
  Sigurður Jón Björnsson, framkvæmdastjóri fjárstýringarsviðs ÍLS

Allt sveitarstjórnarfólk er velkomið til fundarins í dag. Þá verður skipulögð fundaröð á komandi vikum þar sem starfsmenn ÍLS munu hitta sveitarstjórnarfólk í héraði og fara nánar yfir áætlanagerð út frá kringumstæðum á hverju svæði fyrir sig.