09. nóv. 2015

Frestun á umræðu- og upplýsingafundi í málefnum fatlaðs fólks

 

Umræðu- og upplýsingafundi um stöðuna varðandi endurmat á yfirfærslu málefna fatlaðs fólks hefur verið frestað, en fundinn átti að halda miðvikudaginn 11. nóvember kl. 10:00 til 14:00 á Grand hóteli.

Á þessum fundi var ráðgert að kynna hvernig endurmati á yfirfærslunni myndi ljúka. Nú er hins vegar orðið ljóst að niðurstöður munu ekki liggja fyrir á ofangreindum degi. Af þeirri ástæðu verður að fresta fundinum en hann verður boðaður að nýju þegar forsendur eru til umræðunnar.