13. nóv. 2015

Áhugaverð málstofa um velferðartækni

 

Velferðarráðuneytið stendur fyrir málstofu um nýsköpun og tækni í velferðarþjónustu undir yfirskriftinni Hvernig verðum við tilbúin fyrir framtíðina?

Málstofan verður haldin á Hótel Hilton í Reykjavík miðvikudaginn 18. nóvember 2015 og stendur frá kl. 9:00 til 15:40. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, kynnir stefnumörkun stjórnvalda um velferðartækni, en á dagskránni er m.a. umfjöllun um mikilvægi samstarfs ríkis og sveitarfélaga hvað það varðar. Þá verða stuttar kynningar á hugmyndum sem m.a. hafa komið fram hér á landi um nýsköpunarverkefni á sviði velferðarþjónustu.

Aðgangur er ókeypis en þátttakendur er beðnir um að skrá sig á vefsíðu velferðarráðuneytisins. Sjá nánar: http://www.velferdarraduneyti.is/frettir-vel/nr/35327.