Fréttir og tilkynningar: febrúar 2019
Fyrirsagnalisti
Upptökur af umræðu- og upplýsingafundi um NPA

Samband íslenskra sveitarfélaga og félagsmálaráðuneytið stóðu í gær fyrir umræðu- og upplýsingafundi um innleiðingu nýrra og breyttra laga um félagsþjónustu sveitarfélaga. Var á fundinum horft sérstaklega til notendastýrðrar persónulegar aðstoðar, NPA, og gildistöku reglugerðar nr. 1250/2018, sem gefin var út skömmu fyrir síðustu áramót.
Nánar...Starf félagsþjónustufulltrúa sveitarfélaga

Samband íslenskra sveitarfélaga auglýsir stöðu sérfræðings í málefnum félagsþjónustu sveitarfélaga á lögfræði- og velferðarsviði. Félagsþjónustufulltrúi starfar ásamt öðrum sérfræðingum sviðsins að margþættum og síbreytilegum verkefnum, sem tengjast félagsþjónustu sveitarfélaga og öðrum velferðarmálum sem varða starfsemi sveitarfélaga.
Nánar...Skora á ríkið að hefja viðræður vegna hjúkrunarheimilanna

Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu skora á Sjúkratryggingar Íslands og heilbrigðisráðuneytið að hefja nú þegar markvissar og raunhæfar viðræður við samtökin og Samband íslenskra sveitarfélaga um þjónustu hjúkrunarheimila, sem og þjónustu í dagdvalarrýmum. Ef fram heldur sem horfir verður þjónustuskerðing óhjákvæmileg vegna þeirrar rýrnunar sem átt hefur sér stað á verðgildi fjárveitinga samfara kostnaðarhækkunum undanfarinna missera.
Nánar...