Fréttir og tilkynningar: 2017

Fyrirsagnalisti

20. des. 2017 : Tryggja verður í fjárlögum og fjármálaáætlun 30% kostnaðarhlut ríkisins í NPA

Nýr velferðar- og jafnréttisráðherra, Ásmundur Daði Einarsson, átti fyrsta fund sinn með fulltrúum Sambands íslenskra sveitarfélaga í síðustu viku. Voru aðkallandi mál í Grábókinni, eins og kostnaðarhlutur ríkisins í NPA, ofarlega á blaði ásamt öðrum brýnum verkefnum á velferðar- og jafnréttissviði.

Nánar...

22. nóv. 2017 : Stjórnsýsla félagsþjónustu efld og eftirlit með þjónustunni aukið

VEL_Hafnargotua

Nýrri ráðuneytisstofnun hefur verið falið að bæta stjórnsýslu og eftirlit í félagsþjónustu á vegum sveitarfélaga, stofnana og fyrirtækja með slíka þjónustusamninga. Stefnt hefur verið að þessari nýbreytni um talsvert skeið, sem felur m.a. í sér að eftirlitshlutverk Barnaverndarstofu flyst, á síðari stigum, til nýju gæða- og eftirlitsstofnunarinnar.

Nánar...

13. okt. 2017 : Stefnt að auknu jafnvægi á húsnæðismarkaði

Íbúðalánasjóði hefur verið falið að grípa til sérstakra aðgerða vegna erfiðrar stöðu á leigumarkaði. Í frétt á vef Íbúðalánasjóðs kemur fram að útgreiðsla húsnæðisbóta verður m.a. færð frá Vinnumálastofnun til Íbúðalánasjóðs. Umsýsla á sértækum húsnæðisbótum verður áfram hjá sveitarfélögum. Þá verður leigufélag stofnað um íbúðir sem Íbúðalánasjóður hefur eignast við nauðungarsölu.

Nánar...

13. okt. 2017 : Viðkvæmir hópar

Náum áttum hópurinn boðar til fyrsta morgunverðarfundar vetrarins miðvikudaginn 18. október nk. á Grand hóteli í Reykjavík. Að þessu sinni verður sjónum beint að viðkvæmum hópum í samfélaginu.

Nánar...

10. okt. 2017 : Nýr umræðu- og samstarfsvettvangur í húsnæðismálum

Húsnæðisþing er nýjung sem ætlað er að mynda traustan grunn fyrir umræðu og samstarf í húsnæðismálum. Fyrsta húsnæðisþingið verður haldið á Hotel Hilton Rekjavik, mánudaginn 16. október nk., kl. 13:00-16:30. 

Nánar...

04. okt. 2017 : Halda verður áfram að þróa húsnæðislöggjöfina

Ný lög um húsnæðismál auðvelda byggingu leiguhúsnæðis, en taka ekki nægilega vel á þeim markaðsbresti sem fyrir hendi er á fasteignamarkaði. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, vék að landlægum íbúðarskorti í ávarpi sínu á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga.

Nánar...

02. okt. 2017 : Dregur stöðugt úr áfengis- og tóbaksnotkun ungs fólks

Rannsóknir sýna að á árunum 2000 til 2016 drógust daglegar reykingar ungs fólks á aldrinum 16-20 ára saman úr 21% í 5%.  Svipaða sögu er að segja um áfengisneyslu, en á þessu tímabili fækkaði þeim sem höfðu orðið ölvarðir sl. 30 daga úr 64% í 38%. Forvarnardagurinn 2017 verður 4. október.

Nánar...

18. sep. 2017 : Húsnæðisáætlanir sveitarfélaga í deigunni

Husnaedisthing-2017

Húsnæðisþing, nýr vettvangur vegna húsnæðisstefnu stjórnvalda, verður haldið á vegum Íbúðalánasjóðs þann 8. nóvember nk. Stefnt er að því að staðan í gerð húsnæðisáætlana sveitarfélaga verði kynnt á þinginu.

Nánar...

14. ágú. 2017 : Styrkir til úttekta á aðgengismálum fatlaðs fólks

Velferðarráðuneytið  auglýsir  lausa  til umsóknar styrki til úttekta á aðgengismálum fatlaðs fólks. Styrkirnir eru veittir í samræmi við framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks þar sem gert er ráð fyrir úttektum á aðgengi að opinberum byggingum, umferðarmannvirkjum og öðrum stöðum sem almenningur hefur aðgang að.

Nánar...

10. ágú. 2017 : Stuðningur við uppbyggingu sveitarfélaga á húsnæði fyrir fatlað fólk

Fasteignasjóður Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga mun framvegis veita framlög til jöfnunar á nýbyggingum fyrir fatlað fólk með miklar og sértækar stuðningsþarfir. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, félags- og jafnréttismálaráðherra og formaður og framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga undirrituðu nýlega viljayfirlýsingu þess efnis.

Nánar...
Síða 1 af 2