Fréttir og tilkynningar: 2016

Fyrirsagnalisti

29. nóv. 2016 : Drög að nýrri framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks

Frá árinu 2012 hefur verið unnið að málefnum fatlaðs fólks á grundvelli sérstakrar framkvæmdaáætlunar sem Alþingi fjallar um og samþykkir á formi þingsályktunar. Upphaflegri áætlun var ætlað að gilda 2012-2014 en hún var síðan framlengd til loka yfirstandandi árs.

Nánar...

27. okt. 2016 : Grábók - gráu svæðin í velferðarþjónustunni

PPP_PRD_132_3D_people-Puzzle

Lögfræði- og velferðarsvið Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur gefið út yfirlit um grá svæði í velferðarþjónustunni. Í yfirlitinu er leitast við að svara spurningum varðandi grá svæði út frá sjónarhorni þjónustukerfanna annars vegar og notandans hins vegar.

Nánar...

24. okt. 2016 : Fyrsti heildstæði rammasamningurinn við hjúkrunarheimilin

Þann 21.október sl. var gengið frá fyrsta heildstæða samningnum um þjónustu hjúkrunarheimila hér á landi.

Nánar...

20. okt. 2016 : Akureyrarbær fyrsta barnvæna sveitarfélagið

Þann 17. október sl. var undirritaður samningur Akureyrarbæjar og Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, um innleiðingu barnasáttmála SÞ í reglur og samþykktir bæjarins. Akureyrarbær er fyrsta íslenska sveitarfélagið sem gerir slíkan samning. Um tilraunaverkefni er að ræða og er vonast til að í kjölfar vinnunnar með Akureyrarbæ verði til verklag og efni sem nýtist öðrum sveitarfélögum við innleiðingu sáttmálans.

Nánar...

14. sep. 2016 : Framtíðarskipan húsnæðismála

Unnið er að innleiðingu á framtíðarskipan húsnæðismála á grundvelli nýrra laga sem samþykkt hafa verið og frumvarpa sem eru til meðferðar á þingi.

Nánar...

14. sep. 2016 : Styrkir til úttekta á aðgengismálum fatlaðs fólks

Samband íslenskra sveitarfélaga vekur athygli sveitarfélaga á því að velferðarráðuneytið auglýsir lausa til umsóknar styrki til úttekta á aðgengismálum fatlaðs fólks

Nánar...

08. sep. 2016 : Samkomulag um rekstur hjúkrunarheimila

Samband íslenskra sveitarfélaga, Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu, Sjúkratryggingar Íslands ásamt velferðarráðuneytinu og fjármála- og efnahagsráðuneytinu hafa náð samkomulagi um mikilvægar forsendur er varða þjónustu og rekstur hjúkrunarheimila sem rekin eru á daggjöldum. Um er að ræða rammasamning til þriggja ára sem meðal annars felur í sér aukið fé til rekstrar hjúkrunarheimila. Einnig liggur fyrir sameiginleg bókun aðila um meðferð lífeyrisskuldbindinga. Aðilar samkomulagsins eru sammála um að ljúka gerð endanlegs samnings fyrir 1. október næstkomandi.

Nánar...

13. júl. 2016 : Viðbótarframlag vegna þjónustu við fatlað fólk

Innanríkisráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarjóðs sveitarfélaga frá 24. júní síðastliðnum um úthlutun sérstaks viðbótarframlags á árinu 2016 vegna þjónustu við fatlað fólk. Nemur upphæðin 300 milljónum króna.

Nánar...

19. feb. 2016 : Til stjórnenda þjónustusvæða í málefnum fatlaðs fólks

Meðfylgjandi er samkomulag sem gert hefur verið um framvindu atvinnumála fatlaðs fólks á árinu 2016.

Nánar...

21. jan. 2016 : Úrskurðarnefnd velferðarmála tekur til starfa

Þann 1. janúar sl. voru úrskurðar- og kærunefndir sem starfað hafa á málefnasviði velferðarráðuneytisins sameinaðar í eina nefnd sem ber heitið:   Úrskurðarnefnd velferðarmála.  Um nefndina gilda lög nr. 85/2015 en nánari upplýsingar er jafnframt að finna á heimasíðu ráðuneytisins og á vef sambandsins.

Nánar...
Síða 1 af 2