Fréttir og tilkynningar: 2015 (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

25. sep. 2015 : Sveitarfélag láni til íbúðakaupa?

Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, upplýsti á fjármálaráðstefnunni að í forystusveit sveitarfélagsins hefði verið hreyft hugmynd um að það láni ungu fólki fyrir útborgun í íbúð í tilteknum tilvikum.

Nánar...

11. sep. 2015 : Velferðarvá - hvernig á að bregðast við kreppu?

SIS_Felagsthjonusta_760x640

Fimmtudaginn 17. september fer fram kynning á verkefnum Norrænu velferðarvaktarinnar. Verkefnin skiptist í nokkra meginþætti undir yfirskriftinni: Velferðarvá - hvernig á að bregðast við kreppu?

Nánar...

13. júl. 2015 : Nefndir og starfshópar sem tengjast félagsþjónustu sveitarfélaga

Samband íslenskra sveitarfélaga tilnefnir fulltrúa í margar nefndir og starfshópa sem tengjast félagsþjónustu sveitarfélaga. Listi yfir þessar nefndir og hópa hefur verið uppfærður á vef sambandsins og má þar sjá að sveitarfélögin hafa margvíslega snertifleti við þau verkefni sem unnið er að á vettvangi velferðarmála.

Nánar...

03. júl. 2015 : Alþingi samþykkir að framlengja reynsluverkefni um NPA til loka árs 2016

Eitt af þeim frumvörpum sem Alþingi afgreiddi fyrir þingfrestun, varðar reynsluverkefnið um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA). Alþingi samþykkti að framlengja verkefnið til loka árs 2016 auk þess sem heimiluð eru frávik frá vinnuverndarreglum um hvíldartíma og næturvinnutíma starfsmanna sem ráðnir eru til þess að veita notendastýrða persónulega aðstoð.

Nánar...

03. júl. 2015 : Úttektir á aðgengi að opinberum byggingum o. fl.

Framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks gerir ráð fyrir úttektum á aðgengi að opinberum byggingum, umferðarmannvirkjum og öðrum stöðum sem almenningur hefur aðgang að.

Nánar...

03. jún. 2015 : Námskeiðum fyrir félagsþjónustunefndir lokið

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur um árabil, í kjölfar sveitarstjórnarkosninga haldið úti námskeiðum fyrir kjörna sveitarstjórnarmenn, starfsmenn sveitarfélaga og nefndamenn um hin ýmsu verkefni er varða stjórnun sveitarfélaga.

Nánar...

25. feb. 2015 : Frumvarp um virka velferðarstefnu – umsagnir sveitarfélaga

PPP_PRD_132_3D_people-Puzzle

Félagsmálaráð Akureyrar hefur sent inn umsögn varðandi þær breytingar á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga sem nú eru til umfjöllunar á Alþingi. Ráðið fagnar framkomnu frumvarpi og styður virka velferðarstefnu í þá veru að vinnufærir einstaklingar á fjárhagsaðstoð fái markvissara inngrip með hvatningu til þess að fara út á vinnumarkaðinn.

Nánar...

05. feb. 2015 : Virk velferðarstefna

Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur mælt fyrir frumvarpi á Alþingi um breytingu á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, sem að stofni til eru frá árinu 1991. Málið á sér langan aðdraganda sem rekja má allt aftur til áranna 1996 - 1997 þegar fram fór endurskoðun á lögunum í kjölfar efnahagslægðar áranna 1992 - 1994, en þá fjölgaði viðtakendum fjárhagsaðstoðar mjög eftir að tímabili atvinnuleysisbóta sleppti.

Nánar...

27. jan. 2015 : Námskeið fyrir fulltrúa í félagsmálanefndum og starfsmenn félagsþjónustu sveitarfélaga

PPP_PRD_132_3D_people-Puzzle
Samband íslenskra sveitarfélaga stendur fyrir námskeiðum fyrir fulltrúa í félagsmálanefndum og starfsmenn félagsþjónustu sveitarfélaga í samstarfi við velferðarráðuneytið á Hellu, í Borgarnesi, á Suðurnesjum, höfuðborgarsvæðinu, Akureyri, í Skagafirði, á Ísafirði og Egilsstöðum í febrúar til maí 2015. Nánar...
Síða 2 af 2