Fréttir og tilkynningar: desember 2015

Fyrirsagnalisti

29. des. 2015 : Sérstök viðbótarframlög á árinu 2015 vegna þjónustu við fatlað fólk

Innanríkisráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga frá 11. desember sl. að endanlegri úthlutun sérstaks viðbótarframlags á árinu 2015 vegna þjónustu við fatlað fólk að fjárhæð 200 m.kr. Um er að ræða 25 m.kr. hækkun á samþykktri úthlutun frá því í október.

Nánar...

29. des. 2015 : Almenn framlög vegna þjónustu við fatlað fólk á árinu 2016

Innanríkisráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga frá 11. desember síðastliðnum um áætlaða úthlutun almennra framlaga vegna þjónustu við fatlað fólk á árinu 2016.

Nánar...

15. des. 2015 : Umræðu- og upplýsingafundur um niðurstöður endurmats á yfirfærslu þjónustu við fatlað fólk

Samband íslenskra sveitarfélaga boðar til umræðu- og upplýsingafundar miðvikudaginn 16. desember 2015, kl. 13:00 til 16:30. Fundurinn verður haldinn í stóra salnum á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu.

Nánar...

11. des. 2015 : Endurmati á yfirfærslu þjónustu við fatlað fólk lýkur með samkomulagi

Undirritun2

Í dag var ritað undir samkomulag sem náðst hefur milli ríkis og sveitarfélaga varðandi framtíðarfjármögnun lögbundinnar þjónustu sveitarfélaga við fatlað fólk. Af hálfu sambandsins undirrituðu samkomulagið þeir Halldór Halldórsson formaður stjórnar og Karl Björnsson framkvæmdastjóri, en fyrir hönd ríkisins var samkomulagið staðfest með undirritun félags- og húsnæðismálaráðherra, innanríkisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra.

Nánar...