Fréttir og tilkynningar: júlí 2015

Fyrirsagnalisti

13. júl. 2015 : Nefndir og starfshópar sem tengjast félagsþjónustu sveitarfélaga

Samband íslenskra sveitarfélaga tilnefnir fulltrúa í margar nefndir og starfshópa sem tengjast félagsþjónustu sveitarfélaga. Listi yfir þessar nefndir og hópa hefur verið uppfærður á vef sambandsins og má þar sjá að sveitarfélögin hafa margvíslega snertifleti við þau verkefni sem unnið er að á vettvangi velferðarmála.

Nánar...

03. júl. 2015 : Alþingi samþykkir að framlengja reynsluverkefni um NPA til loka árs 2016

Eitt af þeim frumvörpum sem Alþingi afgreiddi fyrir þingfrestun, varðar reynsluverkefnið um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA). Alþingi samþykkti að framlengja verkefnið til loka árs 2016 auk þess sem heimiluð eru frávik frá vinnuverndarreglum um hvíldartíma og næturvinnutíma starfsmanna sem ráðnir eru til þess að veita notendastýrða persónulega aðstoð.

Nánar...

03. júl. 2015 : Úttektir á aðgengi að opinberum byggingum o. fl.

Framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks gerir ráð fyrir úttektum á aðgengi að opinberum byggingum, umferðarmannvirkjum og öðrum stöðum sem almenningur hefur aðgang að.

Nánar...