Fréttir og tilkynningar: 2015

Fyrirsagnalisti

29. des. 2015 : Sérstök viðbótarframlög á árinu 2015 vegna þjónustu við fatlað fólk

Innanríkisráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga frá 11. desember sl. að endanlegri úthlutun sérstaks viðbótarframlags á árinu 2015 vegna þjónustu við fatlað fólk að fjárhæð 200 m.kr. Um er að ræða 25 m.kr. hækkun á samþykktri úthlutun frá því í október.

Nánar...

29. des. 2015 : Almenn framlög vegna þjónustu við fatlað fólk á árinu 2016

Innanríkisráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga frá 11. desember síðastliðnum um áætlaða úthlutun almennra framlaga vegna þjónustu við fatlað fólk á árinu 2016.

Nánar...

15. des. 2015 : Umræðu- og upplýsingafundur um niðurstöður endurmats á yfirfærslu þjónustu við fatlað fólk

Samband íslenskra sveitarfélaga boðar til umræðu- og upplýsingafundar miðvikudaginn 16. desember 2015, kl. 13:00 til 16:30. Fundurinn verður haldinn í stóra salnum á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu.

Nánar...

11. des. 2015 : Endurmati á yfirfærslu þjónustu við fatlað fólk lýkur með samkomulagi

Undirritun2

Í dag var ritað undir samkomulag sem náðst hefur milli ríkis og sveitarfélaga varðandi framtíðarfjármögnun lögbundinnar þjónustu sveitarfélaga við fatlað fólk. Af hálfu sambandsins undirrituðu samkomulagið þeir Halldór Halldórsson formaður stjórnar og Karl Björnsson framkvæmdastjóri, en fyrir hönd ríkisins var samkomulagið staðfest með undirritun félags- og húsnæðismálaráðherra, innanríkisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra.

Nánar...

25. nóv. 2015 : Skrifað undir samninga vegna móttöku flóttamanna

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogsbæjar, Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri Akureyrarkaupstaðar og Haraldur Líndal Haraldsson bæjarstjóri Hafnarfjarðarkaupstaðar undirrituðu í dag samninga um móttöku 55 sýrlenskra flóttamanna sem væntanlegir eru til landsins í næsta mánuði.

Nánar...

13. nóv. 2015 : Áhugaverð málstofa um velferðartækni

Velferðarráðuneytið stendur fyrir málstofu um nýsköpun og tækni í velferðarþjónustu undir yfirskriftinni Hvernig verðum við tilbúin fyrir framtíðina?

Nánar...

09. nóv. 2015 : Frestun á umræðu- og upplýsingafundi í málefnum fatlaðs fólks

Umræðu- og upplýsingafundi um stöðuna varðandi endurmat á yfirfærslu málefna fatlaðs fólks hefur verið frestað, en fundinn átti að halda miðvikudaginn 11. nóvember kl. 10:00 til 14:00 á Grand hóteli.

Nánar...

19. okt. 2015 : Framtíðarskipan atvinnumála fatlaðs fólks

Við gerð samkomulags um yfirfærslu málefna fatlaðs fólks í upphafi árs 2011, var m.a. fjallað um framtíðarverkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga á sviði atvinnumála fatlaðs fólks. Vinna skyldi að því máli á reynslutímabili yfirfærslunnar með það fyrir augum að tryggja öruggan grundvöll undir samstarf milli Vinnumálastofnunar og sveitarfélaga. Nokkuð skiptar skoðanir reyndust vera um útfærslur og leiðir.

Nánar...

25. sep. 2015 : Undanþágubeiðnir brátt afgreiddar í velferðarráðuneyti

Velferðarráðuneytið mun fljótlega afgreiða beiðnir nokkurra sveitarfélaga um undanþágu frá því að uppfylla lagaskilyrði um lágmarksfjölda íbúa innan þjónustusvæðis vegna málefna fatlaðs fólks. Nokkrum sveitarfélögum var veitt slík undanþága í febrúar 2015.

Nánar...

25. sep. 2015 : Húsnæðismálin efst í huga velferðarráðherra

Velverðarráðherra sagði að ríki og sveitarfélög yrðu að taka höndum saman um lausnir og leiðir til að lækka byggingarkostnað og auka framboð á ódýru húsnæði. Ríkið geti lagt sitt af mörkum með því að breyta byggingarreglugerð og skipulagslögum.

Nánar...
Síða 1 af 2