Fréttir og tilkynningar: desember 2014

Fyrirsagnalisti

11. des. 2014 : Félagsþjónustuskýrsla 2014

SIS_Felagsthjonusta_760x640

Í ljósi þess hve seint Félagsþjónustuskýrsla hefur komið út s.l. ár hefur verið tekin sú ákvörðun að birta þá kafla hennar sem eru tilbúnir jafnóðum á rafrænu formi. Markmið skýrslunnar er m.a. að veita nauðsynlegar upplýsingar um félagsþjónustu sveitarfélaga, umfang hennar og kostnað.  Mat okkar er að brýnna sé að koma efninu á framfæri sem fyrst en að bíða eftir því að öll skýrslan sé tilbúin.

Nánar...

03. des. 2014 : Frumvarp um virka velferðarstefnu

SIS_Felagsthjonusta_760x640

Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga. Efni frumvarpsins er í anda virkrar velferðarstefnu og snýr það að atvinnuleitendum sem hafa fullnýtt eða munu að óbreyttu fullnýta rétt sinn til atvinnuleysisbóta á komandi misserum.  Meginmarkmið frumvarpsins er að virkja atvinnuleitendur til þátttöku að nýju á vinnumarkaði og koma í veg fyrir að langvarandi atvinnuleysi leiði af sér óvinnufærni og aðra neikvæða félags- og heilsufarsþætti.

Nánar...