Fréttir og tilkynningar: nóvember 2014

Fyrirsagnalisti

28. nóv. 2014 : Viðurkenningar fyrir æskulýðsstarf

Verðlaunahafar

Æskulýðsráð veitir viðurkenningar í æskulýðsstarfi árið 2014. Viðurkenningarnar eru ætlaðar til að vekja athygli á því sem er til fyrirmyndar í æskulýðsstarfi á Íslandi og vera hvatning til þróunar, nýsköpunar og þátttöku. Í flokknum aðilar sem sinnt hafa nýsköpun eða þróun í æskulýðsstarfi hlýtur Hitt Húsið fyrir Músíktilraunir.

Nánar...

19. nóv. 2014 : Niðurstöður könnunar á leiguíbúðum sveitarfélaga

SIS_Skipulags_Byggdamal_760x640

Niðurstöður liggja fyrir úr árlegri könnun Varasjóðs húsnæðismála um leiguíbúðir í eigu sveitarfélaga um land allt. Í árslok 2013 voru leiguíbúðir sveitarfélaga rúmlega 4.900 og hafði fjölgað um 1,2% frá fyrra ári. Um 40 sveitarfélög telja sig búa við skort á leiguíbúðum en sex eru með áform um fjölgun þeirra.

Nánar...

19. nóv. 2014 : Víðtæk uppstokkun í stjórnsýslu velferðarmála

PPP_PRD_132_3D_people-Puzzle

Fyrir Alþingi liggja nú tvö frumvörp sem snerta stjórnsýslu velferðarmála, annars vegar um nýja þjónustumiðstöð á sviði félags- og heilbrigðisþjónustu, og hins vegar um nýja úrskurðarnefnd sem m.a. er ætlað að leysa úrskurðarnefnd félagsþjónustu og húsnæðismála af hólmi. Sambandið hefur sent inn umsagnir um bæði frumvörpin enda snerta þau sveitarfélögin með beinum hætti.

Nánar...

03. nóv. 2014 : Gæði umönnunar aldraðra

Lógó velferðarþjónusta á norðurlöndum

Miðvikudaginn 12. nóvember nk. efnir Velferðarmiðstöð Norðurlanda til hádegisverðarumræðu undir fyrirsögninni „Hvernig mælum við gæði umönnunar aldraðra?“. Rætt verður um bestu leiðina til að mæla gæði opinberrar þjónustu, t.d. öldrunarþjónustu. Þetta viðfangsefni er stöðugt í umræðunni og oft fátt um svör.

Nánar...