Fréttir og tilkynningar: ágúst 2014

Fyrirsagnalisti

27. ágú. 2014 : Niðurstöður rannsóknar um viðhorf notenda til yfirfærslu málefna fatlaðs fólks frá ríki til sveitarfélaga

Á málþingi sem haldið var í dag í samstarfi Sambands íslenskra sveitarfélaga, velferðarráðuneytisins og Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, voru kynntar niðurstöður í rannsókn sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands framkvæmdi fyrr í sumar um viðhorf og afstöðu notenda til yfirfærslu á þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga.

Nánar...

25. ágú. 2014 : Málþing um söfnun og úrvinnslu gagna um fatlað fólk

pusl

Málþing um söfnun og úrvinnslu gagna um fatlað fólk fer fram á Grand hóteli í Reykjavík, miðvikudaginn 27. ágúst nk. Markmiðið með málþinginu er efna til umræðu um gagnasöfnun og úrvinnslu upplýsinga um þjónustu við fatlað fólk með sérstöku tilliti til yfirfærslu málaflokknum frá ríki til sveitarfélaga.

Nánar...

14. ágú. 2014 : Stígurinn til vinnu

Undir lok síðasta árs Vinnumálastofnun og sveitarfélögin í landinu úr vör samstarfsverkefni um þjónustu við atvinnuleitendur sem eru án bótaréttar í atvinnuleysistryggingakerfinu og fengu fjárhagsaðstoð frá félagsþjónustu sveitarfélaga. Verkefninu var gefið nafnið Stígur en markmið þess er að styrkja viðkomandi einstaklinga í leit að atvinnu og fækka þar með þeim sem þurfa á fjárhagsaðstoð frá sveitarfélögunum að halda.

Nánar...