Fréttir og tilkynningar: 2014

Fyrirsagnalisti

11. des. 2014 : Félagsþjónustuskýrsla 2014

SIS_Felagsthjonusta_760x640

Í ljósi þess hve seint Félagsþjónustuskýrsla hefur komið út s.l. ár hefur verið tekin sú ákvörðun að birta þá kafla hennar sem eru tilbúnir jafnóðum á rafrænu formi. Markmið skýrslunnar er m.a. að veita nauðsynlegar upplýsingar um félagsþjónustu sveitarfélaga, umfang hennar og kostnað.  Mat okkar er að brýnna sé að koma efninu á framfæri sem fyrst en að bíða eftir því að öll skýrslan sé tilbúin.

Nánar...

03. des. 2014 : Frumvarp um virka velferðarstefnu

SIS_Felagsthjonusta_760x640

Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga. Efni frumvarpsins er í anda virkrar velferðarstefnu og snýr það að atvinnuleitendum sem hafa fullnýtt eða munu að óbreyttu fullnýta rétt sinn til atvinnuleysisbóta á komandi misserum.  Meginmarkmið frumvarpsins er að virkja atvinnuleitendur til þátttöku að nýju á vinnumarkaði og koma í veg fyrir að langvarandi atvinnuleysi leiði af sér óvinnufærni og aðra neikvæða félags- og heilsufarsþætti.

Nánar...

28. nóv. 2014 : Viðurkenningar fyrir æskulýðsstarf

Verðlaunahafar

Æskulýðsráð veitir viðurkenningar í æskulýðsstarfi árið 2014. Viðurkenningarnar eru ætlaðar til að vekja athygli á því sem er til fyrirmyndar í æskulýðsstarfi á Íslandi og vera hvatning til þróunar, nýsköpunar og þátttöku. Í flokknum aðilar sem sinnt hafa nýsköpun eða þróun í æskulýðsstarfi hlýtur Hitt Húsið fyrir Músíktilraunir.

Nánar...

19. nóv. 2014 : Niðurstöður könnunar á leiguíbúðum sveitarfélaga

SIS_Skipulags_Byggdamal_760x640

Niðurstöður liggja fyrir úr árlegri könnun Varasjóðs húsnæðismála um leiguíbúðir í eigu sveitarfélaga um land allt. Í árslok 2013 voru leiguíbúðir sveitarfélaga rúmlega 4.900 og hafði fjölgað um 1,2% frá fyrra ári. Um 40 sveitarfélög telja sig búa við skort á leiguíbúðum en sex eru með áform um fjölgun þeirra.

Nánar...

19. nóv. 2014 : Víðtæk uppstokkun í stjórnsýslu velferðarmála

PPP_PRD_132_3D_people-Puzzle

Fyrir Alþingi liggja nú tvö frumvörp sem snerta stjórnsýslu velferðarmála, annars vegar um nýja þjónustumiðstöð á sviði félags- og heilbrigðisþjónustu, og hins vegar um nýja úrskurðarnefnd sem m.a. er ætlað að leysa úrskurðarnefnd félagsþjónustu og húsnæðismála af hólmi. Sambandið hefur sent inn umsagnir um bæði frumvörpin enda snerta þau sveitarfélögin með beinum hætti.

Nánar...

03. nóv. 2014 : Gæði umönnunar aldraðra

Lógó velferðarþjónusta á norðurlöndum

Miðvikudaginn 12. nóvember nk. efnir Velferðarmiðstöð Norðurlanda til hádegisverðarumræðu undir fyrirsögninni „Hvernig mælum við gæði umönnunar aldraðra?“. Rætt verður um bestu leiðina til að mæla gæði opinberrar þjónustu, t.d. öldrunarþjónustu. Þetta viðfangsefni er stöðugt í umræðunni og oft fátt um svör.

Nánar...

27. ágú. 2014 : Niðurstöður rannsóknar um viðhorf notenda til yfirfærslu málefna fatlaðs fólks frá ríki til sveitarfélaga

Á málþingi sem haldið var í dag í samstarfi Sambands íslenskra sveitarfélaga, velferðarráðuneytisins og Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, voru kynntar niðurstöður í rannsókn sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands framkvæmdi fyrr í sumar um viðhorf og afstöðu notenda til yfirfærslu á þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga.

Nánar...

25. ágú. 2014 : Málþing um söfnun og úrvinnslu gagna um fatlað fólk

pusl

Málþing um söfnun og úrvinnslu gagna um fatlað fólk fer fram á Grand hóteli í Reykjavík, miðvikudaginn 27. ágúst nk. Markmiðið með málþinginu er efna til umræðu um gagnasöfnun og úrvinnslu upplýsinga um þjónustu við fatlað fólk með sérstöku tilliti til yfirfærslu málaflokknum frá ríki til sveitarfélaga.

Nánar...

14. ágú. 2014 : Stígurinn til vinnu

Undir lok síðasta árs Vinnumálastofnun og sveitarfélögin í landinu úr vör samstarfsverkefni um þjónustu við atvinnuleitendur sem eru án bótaréttar í atvinnuleysistryggingakerfinu og fengu fjárhagsaðstoð frá félagsþjónustu sveitarfélaga. Verkefninu var gefið nafnið Stígur en markmið þess er að styrkja viðkomandi einstaklinga í leit að atvinnu og fækka þar með þeim sem þurfa á fjárhagsaðstoð frá sveitarfélögunum að halda.

Nánar...

16. jún. 2014 : Nýjar sveitarstjórnir

Rett_Blatt_Stort_a_vefinn

Þann 15. júní tóku nýjar sveitarstjórnir við völdum og eru flestar nýkjörnar sveitarstjórnir að koma saman til fyrsta fundar þessa dagana til þess að kjósa sér oddvita, kjósa í nefndir og jafnvel að ganga frá ráðningum framkvæmdastjóra sveitarfélaga.

Nánar...
Síða 1 af 2