Fréttir og tilkynningar: febrúar 2013

Fyrirsagnalisti

18. feb. 2013 : Framtíðarþing um farsæla öldrun

happy-old-people

Fimmtudaginn 7. mars kl. 16.30-20.30 verður haldið Framtíðarþing um farsæla öldrun sem er samvinnuverkefni nokkurra aðila sem áhuga hafa á málefnum aldraðra. Þingið verður haldið í Tjarnarsal í Ráðhúsi Reykjavíkur. Fundarfyrirkomulagið byggir á sömu hugmyndafræði og notuð var á Þjóðfundi árin 2009 og 2010. Unnið verður á 8-9 manna borðum og á hverju borði verður borðstjóri.

Nánar...

07. feb. 2013 : Starf lögfræðings hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga

Rett_Blatt_Stort_a_vefinn
Samband íslenskra sveitarfélaga hyggst ráða lögfræðing til starfa á lögfræði- og velferðarsviði. Lögfræðingar sambandsins koma fram fyrir þess hönd við undirbúning lagafrumvarpa og stjórnvaldsfyrirmæla sem varða sveitarfélögin og vinna að upplýsingagjöf, ráðgjöf og fræðslu til sveitarfélaga. Lögfræðingurinn mun starfa ásamt öðrum lögfræðingum og sérfræðingum sviðsins að margþættum og síbreytilegum verkefnum, sem meðal annars varða skólamál, málefni félagsþjónustu sveitarfélaga og umhverfis- og skipulagsmál og túlkun laga og reglna sem varða starfsemi sveitarfélaga. Nánar...

04. feb. 2013 : Heimili – meira en hús

PPP_PRD_132_3D_people-Puzzle

Samband íslenskra sveitarfélaga, Landssamtökin Þroskahjálp, Þroskaþjálfafélag Íslands, Rannsóknarstofa í þroskaþjálfafræðum og Félagsráðgjafafélag Íslands efna til ráðstefnu undir yfirskriftinni „Heimili – meira en hús“ föstudaginn 1. mars nk. Ráðstefnan verður haldin í Gullteig B á Grand hótel í Reykjavík.

Nánar...