Fréttir og tilkynningar: 2013

Fyrirsagnalisti

27. nóv. 2013 : Ný reglugerð um lánveitingar til byggingar eða kaupa á leiguíbúðum

Husin-i-baenum-031

Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur sett nýja reglugerð um lánveitingar Íbúðalánasjóðs (ÍLS), sem ætlaðar eru til byggingar eða kaupa á leiguíbúðum. Um er að ræða lánaflokk er lengi hefur verið við lýði og mörg sveitarfélög hafa sótt í til þess að fjármagna framkvæmdir á sviði húsnæðismála.

Nánar...

25. nóv. 2013 : Tölulegar upplýsingar um þjónustu sveitarfélaga við fatlað fólk árið 2011

SIS_Felagsthjonusta_760x640

Velferðarráðuneytið hefur gefið út skýrsluna Þjónusta sveitarfélaga við fatlað fólk - Tölulegar upplýsingar um þjónustu sveitarfélaga við fatlað fólk árið 2011. Hagstofa Íslands safnaði gögnunum frá sveitarfélögunum og annaðist úrvinnslu ásamt sérfræðingum velferðarráðuneytis.

Nánar...

22. nóv. 2013 : Vinnu lokið við þýðingu á samningi SÞ um réttindi fatlaðs fólks

SIS_Felagsthjonusta_760x640

Meðal verkefna sem unnið er að skv. framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks til ársins 2014 er að ganga frá lögformlegri þýðingu á samningi SÞ um réttindi fatlaðs fólks. Þýðingin er nauðsynlegur hluti af fullgildingarferli samningsins sem unnið er að í samráðshópi sem í sitja fulltrúar ráðuneytanna auk sambandsins.

Nánar...

21. nóv. 2013 : Félagsþjónustuskýrslan birt rafrænt

Fel2013

Í ljósi þess hve seint Félagsþjónustuskýrsla hefur komið út s.l. ár hefur verið tekin sú ákvörðun að birta þá kafla hennar sem eru tilbúnir jafnóðum á rafrænu formi. Markmið skýrslunnar er m.a. að veita nauðsynlegar upplýsingar um félagsþjónustu sveitarfélaga, umfang hennar og kostnað.  Mat sambandsins er að brýnna sé að koma efninu á framfæri sem fyrst en að bíða eftir því að öll skýrslan sé tilbúin.

Nánar...

19. nóv. 2013 : Aukið samstarf Vinnumálastofnunar og sveitarfélaganna um starfsráðgjöf og atvinnuleit undir heitinu Stígur

Stigur

Í dag mun Vinnumálastofnun ýta úr vör sérstöku verkefni  í samvinnu við sveitarfélögin í landinu um þjónustu við atvinnuleitendur sem eru án bótaréttar í atvinnuleysistryggingakerfinu og njóta fjárhagsaðstoðar frá félagsþjónustu sveitarfélaga. Verkefnið hefur fengið nafnið Stígur.  Markmiðið með verkefninu er að styrkja viðkomandi einstaklinga í leit sinni að atvinnu og  fækka þannig skjólstæðingum sveitarfélaganna sem þurfa á fjárhagsaðstoð að halda.

Nánar...

15. nóv. 2013 : Víðtækt endurmat vegna yfirfærslu málefna fatlaðra

SIS_Felagsthjonusta_760x640

Vinna við endurmat á yfirfærslu málefna fatlaðs fólks frá ríki til sveitarfélaga hefur staðið yfir undanfarna mánuði  en niðurstaða úr endurmatsferlinu á að liggja fyrir næsta sumar.   Endurmatið byggir á bæði faglegum og fjárhagslegum þáttum og er í samræmi við þau ákvæði sem er að finna í samkomulagi ríkis og sveitarfélaga frá því í nóvember 2010, en sveitarfélögin yfirtóku þjónustu við fatlað fólk frá ársbyrjun 2011.

Nánar...

10. sep. 2013 : NPA á Íslandi

NPA-a-Islandi--Vaentingar-og-veruleiki

Samtök félagsmálastjóra á Íslandi og Samband íslenskra sveitarfélaga boða til ráðstefnu um innleiðingu notendastýrðar persónulegrar þjónustu á Íslandi. Ráðstefnan fer fram í Salnum í Kópavogi, miðvikudaginn 2. október frá kl. 9 til 16.

Nánar...

08. ágú. 2013 : Niðurstöður könnunar um húsaleigubætur

SIS_Felagsthjonusta_760x640

Í nýrri könnun um útgreiðslu húsaleigubóta, sem unnin var fyrir samráðsnefnd um framkvæmd laga og reglugerða um húsaleigubætur kemur m.a. fram að námsmenn, öryrkjar og launafólk eru stærstu hópar þeirra sem eru á leigumarkaði og fá greiddar húsaleigubætur. Fjórðungur húsaleigubótaþega býr í félagslegu leiguhúsnæði á vegum sveitarfélaga, helmingur er á almennum leigumarkaði en einnig er stór hópur sem býr í námsmannahúsnæði, s.s. stúdentagörðum.

Nánar...

18. feb. 2013 : Framtíðarþing um farsæla öldrun

happy-old-people

Fimmtudaginn 7. mars kl. 16.30-20.30 verður haldið Framtíðarþing um farsæla öldrun sem er samvinnuverkefni nokkurra aðila sem áhuga hafa á málefnum aldraðra. Þingið verður haldið í Tjarnarsal í Ráðhúsi Reykjavíkur. Fundarfyrirkomulagið byggir á sömu hugmyndafræði og notuð var á Þjóðfundi árin 2009 og 2010. Unnið verður á 8-9 manna borðum og á hverju borði verður borðstjóri.

Nánar...

07. feb. 2013 : Starf lögfræðings hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga

Rett_Blatt_Stort_a_vefinn
Samband íslenskra sveitarfélaga hyggst ráða lögfræðing til starfa á lögfræði- og velferðarsviði. Lögfræðingar sambandsins koma fram fyrir þess hönd við undirbúning lagafrumvarpa og stjórnvaldsfyrirmæla sem varða sveitarfélögin og vinna að upplýsingagjöf, ráðgjöf og fræðslu til sveitarfélaga. Lögfræðingurinn mun starfa ásamt öðrum lögfræðingum og sérfræðingum sviðsins að margþættum og síbreytilegum verkefnum, sem meðal annars varða skólamál, málefni félagsþjónustu sveitarfélaga og umhverfis- og skipulagsmál og túlkun laga og reglna sem varða starfsemi sveitarfélaga. Nánar...
Síða 1 af 2