Fréttir og tilkynningar: nóvember 2012
Fyrirsagnalisti
Málþing Samtaka félagsmálastjóra á Íslandi

Málþing Samtaka félagsmálastjóra á Íslandi verður haldið í Hlégarði í Mosfellsbæ fimmtudaginn 6. desember nk. undir yfirskriftinni „Í kör? – Nei takk!". Fjallað verður um tækifæri og framtíð eldra fólks á Íslandi. Meðal frummælenda á fundinum verða Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra og Aðalsteinn Sigfússon, félagsmálastjóri í Kópavogi. Fundarstjóri verður Unnur V. Ingólfsdóttir, félagsmálastjóri Mosfellsbæjar.
Vinnufundur um reglugerð um þjónustu við fatlað fólk á heimili sínu

Vinnufundur velferðarráðuneytisins í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og Landssamtökin Þroskahjálp um reglugerð um þjónustu við fatlað fólk á heimili sínu verður haldinn í fundarsal velferðarráðuneytisins (Verinu 3. hæð) í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu, föstudaginn 7. desember nk. Á vinnufundinum verður m.a. fjallað um hvernig gengið hefur að vinna að framkvæmd verkefnsins, hver álitamálin eru og hvað þarf að gera betur!
Nánar...Námskeið um framkvæmdaáætlanir í málefnum fatlaðs fólks

Fimmtudaginn 15. nóvember var haldið námskeið um framkvæmdaáætlanir í málefnum fatlaðs fólks. Fjallað var um hvaða þættir geri slíkar áætlanir árangursríkar, hvað beri að varast og hvernig eftirfylgni með árangri þeirra er best háttað. Umfjöllunin byggði á Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem bíður fullgildingar af hálfu íslenskra stjórnvalda.
Nánar...Húsnæðismál sveitarfélaga - ráðstefna 16. nóvember
Varasjóður húsnæðismála í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga, Íbúðalánasjóð og Velferðarráðuneytið boðar til fundar um húsnæðismál. Fundurinn verður haldinn á Hótel KEA á Akureyri, föstudaginn 16. nóvember nk. Markmið ráðstefnunnar er að efla miðlun upplýsinga til sveitarfélaga um framvindu og horfur í húsnæðismálum og stuðla að samstarfi þeirra aðila sem starfa að húsnæðismálum á vegum sveitarfélaga.
Nánar...