Fréttir og tilkynningar: júní 2012

Fyrirsagnalisti

25. jún. 2012 : Framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks samþykkt á Alþingi

Althingi_300x300p

Þann 11. júní sl. samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks til ársins 2014. Framkvæmdaáætlunin tekur mið af samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks auk annarra alþjóðlegra mannréttindasáttmála sem Ísland er aðili að. Þá tekur áætlunin einnig mið af þeirri þróun sem orðið hefur í þjónustu við fatlað fólk og leggur áherslu á einstaklingsmiðun, fjölbreytni og stjórn fatlaðs fólks á eigin lífi.

Nánar...