Fréttir og tilkynningar: febrúar 2012

Fyrirsagnalisti

21. feb. 2012 : Félagsvísar kynntir í fyrsta sinn á Íslandi – mikilvægt stjórntæki

SIS_Felagsthjonusta_190x100

Velferðarráðherra kynnti fyrir ríkisstjórn í liðinni viku nýja skýrslu um félagsvísa sem stefnt er að því að safna og birta reglulega. Félagsvísarnir eiga að auðvelda aðgengi stjórnvalda og hagsmunaaðila að skilgreindum upplýsingum sem varpa ljósi á þjóðfélagsástandið og styðja við stefnumótun stjórnvalda.

Nánar...

13. feb. 2012 : Fullt út úr dyrum á ráðstefnu um NPA

NPA 2012

Opin ráðstefna var haldin á Hótel Natura, föstudaginn 10. febrúar sl. á vegum verkefnisstjórnar um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA). Þar var kynnt hugmyndafræði, framkvæmd og skipulag slíkrar þjónustu. Ráðstefnan var einnig send út á netinu. Fullt var út úr dyrum og voru þátttakendur hátt í 400 manns, þar af fylgdust ríflega 100 manns með í gegnum vefútsendingu frá fundinum.

Nánar...