Fréttir og tilkynningar: 2012

Fyrirsagnalisti

18. des. 2012 : Fyrirkomulag réttindagæslu fyrir fatlað fólk tekur á sig mynd

SIS_Felagsthjonusta_760x640

Átak í réttindagæslu var meðal þeirra stóru verkefna sem ákveðið var að ráðast í samhliða yfirfærslunni á málefnum fatlaðs fólks.  Réttindagæslan er verkefni ríkisins og er óðum að taka á sig mynd. Til grundvallar liggja lög um þetta efni sem upphaflega voru sett 2011 (nr. 88/2011) en á þessu ári var bætt við lögin kafla um aðgerðir til þess að draga úr þvingun og nauðung (nr. 59/2012).

Nánar...

28. nóv. 2012 : Málþing Samtaka félagsmálastjóra á Íslandi

SIS_Felagsthjonusta_760x640

Málþing Samtaka félagsmálastjóra á Íslandi verður haldið í Hlégarði í Mosfellsbæ fimmtudaginn 6. desember nk. undir yfirskriftinni „Í kör? – Nei takk!". Fjallað verður um tækifæri og framtíð eldra fólks á Íslandi. Meðal frummælenda á fundinum verða Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra og Aðalsteinn Sigfússon, félagsmálastjóri í Kópavogi. Fundarstjóri verður Unnur V. Ingólfsdóttir, félagsmálastjóri Mosfellsbæjar.

Nánar...

22. nóv. 2012 : Vinnufundur um reglugerð um þjónustu við fatlað fólk á heimili sínu

pusl

Vinnufundur velferðarráðuneytisins í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og Landssamtökin Þroskahjálp um reglugerð um þjónustu við fatlað fólk á heimili sínu verður haldinn í fundarsal velferðarráðuneytisins (Verinu 3. hæð) í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu, föstudaginn 7. desember nk. Á vinnufundinum verður m.a. fjallað um hvernig gengið hefur að vinna að framkvæmd verkefnsins, hver álitamálin eru og hvað þarf að gera betur!

Nánar...

16. nóv. 2012 : Námskeið um framkvæmdaáætlanir í málefnum fatlaðs fólks

namskeid15112012

Fimmtudaginn 15. nóvember var haldið námskeið um framkvæmdaáætlanir í málefnum fatlaðs fólks. Fjallað var um hvaða þættir geri slíkar áætlanir árangursríkar, hvað beri að varast og hvernig eftirfylgni með árangri þeirra er best háttað. Umfjöllunin byggði á Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem bíður fullgildingar af hálfu íslenskra stjórnvalda.

Nánar...

07. nóv. 2012 : Húsnæðismál sveitarfélaga - ráðstefna 16. nóvember

IMG_3368

Varasjóður húsnæðismála í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga, Íbúðalánasjóð og Velferðarráðuneytið boðar til fundar  um húsnæðismál. Fundurinn verður haldinn á Hótel KEA á Akureyri, föstudaginn 16. nóvember nk. Markmið ráðstefnunnar er að efla miðlun upplýsinga til sveitarfélaga um framvindu og horfur í húsnæðismálum og stuðla að samstarfi þeirra aðila sem starfa að húsnæðismálum á vegum sveitarfélaga.

Nánar...

01. okt. 2012 : Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og tengsl við atvinnuleysisbætur

Gyda

Gera má ráð fyrir að kostnaður sveitarfélaganna árið 2013 vegna fjárhagsaðstoðar til þeirra sem eru atvinnulausir verði um 5,5 milljarðar ef bráðabirgðaákvæðið um framlengingu atvinnuleysisbóta um eitt ár verður ekki framlengt. Er þá miðað við að um 60% þeirra sem missa bótarétt hjá VMST fái fjárhagsaðstoð frá sveitarfélögunum.

Nánar...

25. sep. 2012 : Sáttmáli SÞ um réttindi fólks með fötlun - málþing um innleiðingu og eftirlit

SIS_Felagsthjonusta_760x640

Fimmtudaginn 11. október 2012 mun Öryrkjabandalag Íslands bjóða til málþings í samstarfi við innanríkisráðuneytið, velferðarráðuneytið, Mannréttindaskrifstofu Íslands og Rannsóknasetur í fötlunarfræðum við Háskóla Íslands.

Nánar...

05. sep. 2012 : Nýráðnir réttindagæslumenn fatlaðs fólks

SIS_Felagsthjonusta_760x640

Gengið hefur verið frá ráðningu átta réttindagæslumanna fatlaðs fólks víðsvegar um landið í samræmi við lög um réttindagæslu fyrir fatlað fólk nr. 88/2011. Þeir sem ráðnir voru hafa allir tekið til starfa.

Nánar...

25. jún. 2012 : Framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks samþykkt á Alþingi

Althingi_300x300p

Þann 11. júní sl. samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks til ársins 2014. Framkvæmdaáætlunin tekur mið af samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks auk annarra alþjóðlegra mannréttindasáttmála sem Ísland er aðili að. Þá tekur áætlunin einnig mið af þeirri þróun sem orðið hefur í þjónustu við fatlað fólk og leggur áherslu á einstaklingsmiðun, fjölbreytni og stjórn fatlaðs fólks á eigin lífi.

Nánar...

02. maí 2012 : Framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks

SIS_Felagsthjonusta_760x640

Velferðarnefnd Alþingis hefur nú til umfjöllunar tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun fatlaðs fólks. Sambandið hefur látið í té umsögn [linkur] sína um málið auk þess sem fjölmörg sveitarfélög hafa lýst sjónarmiðum sínum.

Nánar...
Síða 1 af 2