Fréttir og tilkynningar: október 2011

Fyrirsagnalisti

31. okt. 2011 : Dagur félagsmiðstöðvanna haldinn í fyrsta sinn á Íslandi

Ungt-folk

Miðvikudaginn 2. nóvember standa félagsmiðstöðvar á Íslandi og SAMFÉS fyrir Degi félagsmiðstöðvanna. Félagsmiðstöðvar víða um land verða opnar fyrir gesti og gangandi þennan dag.

Nánar...

28. okt. 2011 : Mikill samhljómur á ráðstefnu um aðstæður fatlaðs fólks

Harpa1

Hátt í 400 manns sóttu ráðstefnu um aðstæður fatlaðs fólks sem fram fór í Hörpu í dag. Kynntar niðurstöður viðamikillar rannsóknar á högum fatlaðs fólks við flutning málaflokksins frá ríki til sveitarfélaga og rætt um hvaða lærdóm megi draga af þeim.

Nánar...

28. okt. 2011 : Vel heppnaður vinnudagur

VinnudagurHotelNatura

Miðvikudaginn 26. október sl, var efnt til vinnudags á Hótel Natura í Reykjavík fyrir starfsfólk sem kemur að málefnum fatlaðs fólks. Mjög vel var mætt á vinnufundinn en alls komu þar um 150 manns hvaðanæva að af landinu. Vinnudagurinn var haldinn í samstarfi Sambands íslenskra sveitarfélaga, velferðarráðuneytisins og Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins.

Nánar...

24. okt. 2011 : Styrkir til sveitarfélaga vegna aukinnar þjónustu við langveik börn og börn með ADHD

SIS_Felagsthjonusta_760x640

Auglýst er eftir umsóknum frá sveitarfélögum um styrki til verkefna sem ætlað er að efla stuðnings- og nærþjónustu við langveik börn og börn með ofvirkni og athyglisbrest. Sveitarfélög geta sótt um styrki vegna verkefna á eigin vegum eða sem unnin eru í samstarfi við einstaklinga eða félagasamtök.

Nánar...