Fréttir og tilkynningar: febrúar 2011

Fyrirsagnalisti

28. feb. 2011 : Fyrsti fundur samráðsnefndar um málefni fatlaðs fólks

Felagsthjonustunefnd-feb-2011a

Fyrsti fundur samráðsnefndar um málefni fatlaðs fólks var haldinn í fundarsal Sambands íslenskra sveitarfélaga föstudaginn 25. febrúar sl.

Samráðsnefndin er skipuð af  Guðbjarti Hannessyni velferðarráðherra til ársloka 2014 og er skipuð í samræmi við ákvæði til bráðabirgða VI í lögum um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992.

Nánar...

25. feb. 2011 : Ný reglugerð um trúnaðarmenn fatlaðs fólks

SIS_Felagsthjonusta_760x640

Ný reglugerð velferðarráðherra (nr. 172/2011) hefur verið birt og tekið gildi. Reglugerðin er sett á grundvelli laga um málefni fatlaðs fólks, eins og þeim var breytt í tilefni af yfirfærslu málaflokksins frá ríki til sveitarfélaga. Trúnaðarmenn eiga aðfylgjast með högum fatlaðs fólks og vera því innan handar við hvers konar réttindagæslu, hvort sem það er vegna meðferðar einkafjármuna þess, þjónustu sem það á rétt á eða varðandi önnur persónuleg réttindi eða einkamál þess.

Nánar...

24. feb. 2011 : Upplýsingafundur um fjárhagsleg samskipti vegna málaflokks fatlaðs fólks árið 2011

Fundargestir

Samband íslenskra sveitarfélaga og Jöfnunarsjóður sveitarfélaga stóðu fyrir upplýsingafundi þann 23. febrúar. Á fundinum var farið yfir ýmis atriði sem snerta fjárhagsleg samskipti milli ríkis og sveitarfélaga og milli einstakra þjónustusvæða. Fundurinn var fjölsóttur auk þess sem fulltrúar sveitarfélaga fylgdust með erindum á einum 11 stöðum í gegnum fjarfundabúnað.

Nánar...

16. feb. 2011 : Almenn framlög Jöfnunarsjóðs vegna þjónustu við fatlað fólk á árinu 2011

SIS_Felagsthjonusta_760x640

Innanríkisráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnendar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga frá 4. febrúar sl. um áætlaða úthlutun almennra framlaga sjóðsins vegna þjónustu við fatlað fólk á árinu 2011. Áætlunin og úthlutun skv. henni byggist á  7. gr. reglugerðar nr. 1066/2010.

Nánar...