Fréttir og tilkynningar: 2011

Fyrirsagnalisti

07. des. 2011 : Styrkir til gæðaverkefna árið 2011

SIS_Felagsthjonusta_760x640
Velferðarráðuneytið auglýsir styrki vegna gæðaverkefna árið 2011. Að þessu sinni verður sérstök áhersla lögð á verkefni tengd samþættingu heilbrigðis- og félagsþjónustu, s.s. verkefni sem stuðla að umbótastarfi, nýbreytni eða auknum gæðum þjónustunnar. Önnur gæðaverkefni koma einnig til álita. Nánar...

30. nóv. 2011 : Skýrsla um félagsþjónustu sveitarfélaga 2011

Felagsthjonustuskyrsla

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur gefið út skýrslu sem nefnist „Félagsþjónusta sveitarfélaga árið 2011“. Í skýrslunni eru í fyrsta sinn dregnar saman og gefnar út svo yfirgripsmiklar upplýsingar um félagsþjónustu sveitarfélaga. Markmiðið með útgáfu skýrslunnar er að birta tölulegar upplýsingar um þennan mikilvæga málaflokk og gera þær aðgengilegar fyrir sveitarstjórnarmenn, starfsmenn félagsþjónustu sveitarfélaga og aðra þá sem vilja fylgjast með því hvernig framkvæmd félagsþjónustunnar þróast.

Nánar...

08. nóv. 2011 : Dagurinn í dag tileinkaður baráttunni gegn einelti

Dagur gegn einelti

Verkefnisstjórn sem Samband íslenskra sveitarfélaga átti aðila í, stóð í dag fyrir sérstökum degi gegn einelti.  Í tilefni dagsins var undirritaður þjóðarsáttmáli um jákvæð samskipti í Höfða. Hér að neðan má lesa sáttmálann

Nánar...

31. okt. 2011 : Dagur félagsmiðstöðvanna haldinn í fyrsta sinn á Íslandi

Ungt-folk

Miðvikudaginn 2. nóvember standa félagsmiðstöðvar á Íslandi og SAMFÉS fyrir Degi félagsmiðstöðvanna. Félagsmiðstöðvar víða um land verða opnar fyrir gesti og gangandi þennan dag.

Nánar...

28. okt. 2011 : Mikill samhljómur á ráðstefnu um aðstæður fatlaðs fólks

Harpa1

Hátt í 400 manns sóttu ráðstefnu um aðstæður fatlaðs fólks sem fram fór í Hörpu í dag. Kynntar niðurstöður viðamikillar rannsóknar á högum fatlaðs fólks við flutning málaflokksins frá ríki til sveitarfélaga og rætt um hvaða lærdóm megi draga af þeim.

Nánar...

28. okt. 2011 : Vel heppnaður vinnudagur

VinnudagurHotelNatura

Miðvikudaginn 26. október sl, var efnt til vinnudags á Hótel Natura í Reykjavík fyrir starfsfólk sem kemur að málefnum fatlaðs fólks. Mjög vel var mætt á vinnufundinn en alls komu þar um 150 manns hvaðanæva að af landinu. Vinnudagurinn var haldinn í samstarfi Sambands íslenskra sveitarfélaga, velferðarráðuneytisins og Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins.

Nánar...

24. okt. 2011 : Styrkir til sveitarfélaga vegna aukinnar þjónustu við langveik börn og börn með ADHD

SIS_Felagsthjonusta_760x640

Auglýst er eftir umsóknum frá sveitarfélögum um styrki til verkefna sem ætlað er að efla stuðnings- og nærþjónustu við langveik börn og börn með ofvirkni og athyglisbrest. Sveitarfélög geta sótt um styrki vegna verkefna á eigin vegum eða sem unnin eru í samstarfi við einstaklinga eða félagasamtök.

Nánar...

30. sep. 2011 : Aðstæður fatlaðs fólks: Aðbúnaður, þjónusta, viðhorf, líðan, sjálfræði

Hjólastóll

Miðvikudaginn 26. október nk. verður haldin opin ráðstefna á vegum velferðarráðuneytisins í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga, Félagsvísindastofnun, Rannsóknarstofnun í fötlunarfræðum og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands undir yfirskriftinni  „Aðstæður fatlaðs fólks: Aðbúnaður, þjónusta, viðhorf, líðan, sjálfræði“.

Nánar...

23. maí 2011 : Námskeiðahaldi lokið - námsefni komið á vefinn

SIS_Lydraedi_mannrettindi_760x640

Frá því síðasta haust hefur Samband íslenskra sveitarfélaga haldið úti námskeiðum fyrir kjörna sveitarstjórnarmenn, starfsmenn sveitarfélaga og nefndamenn um hin ýmsu verkefni er varða stjórnun sveitarfélaga. Alls var boðið uppá fjögur námskeið sem haldin voru víðs vegar um land í samstarfi við landshlutasamtök sveitarfélaga.

Nánar...

20. maí 2011 : Átta trúnaðarmenn skipaðir samkvæmt lögum um málefni fatlaðs fólks

SIS_Felagsthjonusta_760x640

Trúnaðarmannakerfi var eitt af þeim atriðum sem hugað var að við endurskoðun laga um málefni fatlaðs fólks sem fram fór á liðnu hausti. Trúnaðarmenn eru hluti af réttindagæslu fatlaðs fólks, sem ríkið fer með skv. þeirra verkaskiptingu sem komið var á um áramótin samhliða yfirfærslu málaflokksins.

Nánar...
Síða 1 af 2