Fréttir og tilkynningar: desember 2010

Fyrirsagnalisti

31. des. 2010 : Nýjar reglugerðir vegna yfirfærslu á þjónustu við fatlað fólk

SIS_Felagsthjonusta_760x640
Félags- og tryggingamálaráðuneytið hefur sett nýja reglugerð, nr. 1054/2010, um þjónustu við fatlað fólk á heimili sínu. Nýja reglugerðin tekur gildi á morgun, 1. janúar 2011 og leysir þá af hólmi eldri búsetureglugerð. Nánar...

07. des. 2010 : Yfirfærsla á málefnum fatlaðs fólks frá ríki til sveitarfélaga

Undirritun

Með undirritun heildarsamkomulags milli ríkis og sveitarfélaga um tilfærslu á þjónustu við fatlaða er framundan metnaðarfullur og mikilvægur flutningur á stóru þjónustuverkefni sem varðar fatlaða einstaklinga í þessu landi og starfsfólk sem vinnur við málaflokkinn. Sveitarstjórnarfólk og starfsfólk sveitarfélaga nálgast nýtt viðfangsefni af auðmýkt og metnaði og býður fatlaða velkomna í þjónustu sveitarfélaganna og starfsfólk velkomið til starfa frá og með 1. janúar 2011 gangi nauðsynlegar lagabreytingar eftir á Alþingi Íslendinga.

Í langan tíma hefur staðið til að flytja heildarþjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga. Ástæðan er sú að flestir telja að sveitarfélögin geti gert enn betur en ríkið í þjónustunni, enda sinna sveitarfélögin nærþjónustu við íbúana. Með því að hafa þjónustuna á einni hendi, í þessu tilfelli hjá sveitarfélögunum, er dregið úr hættu á því að hin svokölluðu gráu svæði séu til staðar en þau verða alltof oft til þar sem ríki annars vegar og sveitarfélög hins vegar vísa hvort á annað varðandi þjónustu.

Nánar...

02. des. 2010 : Lagabreytingar vegna yfirfærslu á málefnum fatlaðra

SIS_Felagsthjonusta_760x640

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur skilað félags- og tryggingamálanefnd Alþingis umsögn um frumvarp til breytinga á lögum um málefni fatlaðra. Í umsögninni eru ekki gerðar tillögur um efnislegar breytingar á frumvarpinu, en ýmsum ábendingum komið á framfæri, m.a. til að auðvelda skjóta afgreiðslu málsins.

Nánar...

02. des. 2010 : Breytingar á skattalögum vegna málefna fatlaðra

SIS_Fjarmal_sveitarfel_760x640

Athygli sveitarstjórna er vakin á því að fjármálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um breytingar á ýmsum lagaákvæðum um skatta og gjöld. Í 26. gr. frumvarpsins er mælt fyrir um að bæði hámarks- og lágmarksútsvar skv. lögum um tekjustofna sveitarfélaga hækki  um 1,20 hundraðshluta. Hámarksútsvar verður því 14,48% og lágmarksútsvar 12,44%. Í 7. og 14. gr. frumvarpsins er mælt fyrir um að álagningarhlutfall tekjuskatts og staðgreiðsluhlutfall lækki um samsvarandi hlutfall.

Nánar...