Fréttir og tilkynningar: nóvember 2010
Fyrirsagnalisti
Undirritun heildarsamkomulags um að sveitarfélögin taki við þjónustu við fatlaða

Í dag var undirritað heildarsamkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um yfirfærslu þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga. Sú þjónusta sem ríkið hefur veitt fötluðu fólki samkvæmt lögum nr. 59/1992 um málefni fatlaða færist nú til sveitarfélaga þann 1. janúar 2011. Sveitarfélög og þjónustusvæði á vegum þeirra taka þá við ábyrgð á framkvæmd og fjármögnun þjónustunnar, óháð því hvort hún hefur verið veitt af ríki, sveitarfélögum, sjálfseignarstofnunum eða öðrum aðilum, með þeim réttindum og skyldum sem henni tengjast.
Nánar...
Samband íslenskra sveitarfélaga tók þátt í samráðsdegi með Félagsmálaráðneytinu og hjálparsamtökum

Á undanförnum vikum hefur félags- og tryggingamálaráðuneytið hugleitt hvernig aðstoð sem veitt er á vegum þriðja geirans til þeirra sem standa höllum fæti í samfélaginu komi að sem bestum notum. Mörg hjálparsamtök í landinu veita aðstoð í ýmsu formi.
Styrkir til aukinnar þjónustu við börn. Umsóknarfrestur að renna út

Umsóknarfrestur sveitarfélaga um styrki til verkefna sem ætlað er að efla stuðnings- og nærþjónustu við langveik börn og börn með athyglisbrest rennur út 25. nóvember. Sveitarfélög geta sótt um styrki vegna verkefna á eigin vegum eða verkefna sem unnin eru í samstarfi við einstaklinga eða félagasamtök.
Nánar...