Fasteignamat og fasteignagjöld fara eftir staðsetningu eignar

Að beiðni Byggðastofnunar hefur Þjóðskrá Íslands reiknað út fasteignamat og fasteignagjöld á sömu viðmiðunarfasteign á 26 þéttbýlisstöðum á landinu. Í stærri sveitarfélögum eru fleiri en eitt matssvæði og tekur athugunin því til 31 svæðis.

Að beiðni Byggðastofnunar hefur Þjóðskrá Íslands reiknað út fasteignamat og fasteignagjöld á sömu viðmiðunarfasteign á 26 þéttbýlisstöðum á landinu. Í stærri sveitarfélögum eru fleiri en eitt matssvæði og tekur athugunin því til 31 svæðis. Viðmiðunareignin er einbýlishús, 161,1 m2 að grunnfleti og stærð lóðar 808 m2. Fasteignagjöld eru reiknuð út samkvæmt gildandi fasteignamati og eftir álagningarreglum ársins 2019 eins og þær eru í hverju sveitarfélagi.

Fasteignamat

Fasteignamat húss og lóðar er mjög mismunandi eftir því hvar á landinu eignin er staðsett. Matið er langhæst í Suður-Þingholtum í Reykjavík, nærfellt 60% hærra en í vesturbæ Kópavogs, en þar er matið næsthæst. Fasteignamatið er áberandi hærra á höfuðborgarsvæðinu en utan þess. Lægst er matið í Bolungarvík, aðeins um 15% af matinu í Suður-Þingholtum.

SAS1Fasteignagjöld

Til fasteignagjalda teljast auk fasteignaskatts, lóðarleiga, fráveitugjald, vatnsgjald og sorpgjald. Álagningarreglur eru mjög mismunandi milli sveitarfélaga eins og sjá má í mynd 2.. Það er mun minni munur á fasteignagjöldum milli sveitarfélaga en fasteignamati. Fasteignagjöld eru hæst í Reykjanesbæ (Keflavík) en lægst í Grindavík, en þar eru fasteignagjöld 57% af gjöldum á fyrrnefnda svæðinu.

SAS2Skýrslu Byggðastofnunar, Samanburður á fasteignamati og fasteignagjöldum 2019, má finna á þessum hlekk: https://www.byggdastofnun.is/static/files/Fasteignamat/2019/fasteignagjold-2019.pdf