Evrópuvika sjálfbærrar orku

Sjálfbærniverðlaun Evrópusambandsins, EU Sustainable Energy Awards, verða afhent í tengslum við Evrópuviku sjálfbærrar orku sem fram fer í Brussel dagana 17. til 21. júní nk. Verðlaunin eru veitt fyrir framúrskarandi nýsköpunarverkefni á sviði orkusparnaðar og endurnýjanlegra orkugjafa.

Sjálfbærniverðlaun Evrópusambandsins, EU Sustainable Energy Awards, verða afhent í tengslum við Evrópuviku sjálfbærrar orku, sem fram fer í Brussel dagana 17. til 21. júní nk. 

Íslenskir aðilar hafa þátttökurétt, þ. á. m. sveitarfélög, en verðlaunin eru veitt fyrir framúrskarandi nýsköpunarverkefni á sviði orkusparnaðar og endurnýjanlegra orkugjafa.

Alls keppa 12 verkefni til úrslita og taka fulltrúar þeirra jafnframt þátt í Evrópuvikunni. Úrslit eru tilkynnt á sérstakri verðlaunahátíð.

Frestur til þess að skrá verkefni til þátttöku er til 11. febrúar 2019. Frekari upplýsingar veitir Óttar Freyr Gíslason, forstöðumaður Brussel-skrifstofu sambandsins, á ottarfreyr@samband.is eða í síma 515 4902.