Meiri þátttaka og fleiri konur

Úrslita Evrópuþingskosninga, sem fram fóru 23. til 26. maí síðastliðinn, var beðið með mikilli eftirvæntingu í ríkjum Evrópusambandsins. Niðurstöðurnar komu um margt á óvart. Fyrir sveitarfélögin eru það helst tvö atriði sem gæti verið áhugavert að skoða nánar eða kosningaþátttakan annars vegar og aukinn hlutur kvenna hins vegar.

Úrslita Evrópuþingskosninga, sem fram fóru 23. til 26. maí síðastliðinn, var beðið með mikilli eftirvæntingu í ríkjum Evrópusambandsins. Niðurstöðurnar komu um margt á óvart. Fyrir sveitarfélögin eru það helst tvö atriði sem gæti verið áhugavert að skoða nánar eða kosningaþátttakan annars vegar og aukinn hlutur kvenna hins vegar.

Á heildina litið var kosningaþátttaka meiri en búist hafði verið við og er það talið sýna, að almenningur innan ESB vilji hafa áhrif á það hverjir eru fulltrúar hans á Evrópuþinginu. Engu að síður veldur það áhyggjum, að kosningaþátttakan var að jafnaði einungis 51%.

Þessi heldur dræma þátttaka, og þá einkum á meðal ungs fólks, er þó engan veginn  bundin við Evrópuþingið og glíma flest lýðræðisríki við þessa áskorun.

Í ljósi þess að sveitarstjórnir standa almenningi næst, hafa Evrópusamtök sveitarfélaga hvatt sveitarstjórnarfólk um alla Evrópu til þess að láta sig málið varða. Mikilvægt sé að íbúar séu hvattir til þess að taka þátt í kosningum á öllum stigum lýðræðisins, hvort heldur kosningar til sveitarstjórnar eiga í hluta, til þjóðþings eða Evrópuþings.

Hvað hlut kvenna á Evrópuþinginu snertir, þá jókst hlutur þeirra umtalsvert á milli kosninga, fór 33% þingamanna í 40%. Þessari jákvæðu  þróun hefur víða verið fagnað og hafa Evrópusamtök sveitarfélaga jafnframt hvatt aðildarríki ESB til þess að tryggja jafnan hlut karla og kvenna í æðstu embættum sambandsins.

Í nýlegri könnun Evrópusamtaka sveitarfélaga, Power2Her, kom í ljós að þátttaka kvenna á Íslandi í sveitarstjórnarmálum er góð í samanburði við önnur Evrópulönd. Ísland er í efsta sæti þegar kemur að kjörnum fulltrúum á sveitarstjórnarstigi með 47%. Til samanburðar var hlutfall kvenna meðal kjörinna fulltrúa í borgar- og bæjarstjórnum í Evrópu einungis 31%. Það er því ljóst að íslenskt sveitarstjórnarfólk hefur af mörgu að miðla í jafnréttismálum kynjanna til evrópskra samherja.