Evrópsk hagsmunasamtök sveitarfélaga – Fréttabréf tileinkað Úkraínu

Fréttabréfinu er ætlað að halda evrópskum sveitarfélögum upplýstum um ástand mála í Úkraínu auk þess að fjalla um það sem evrópsk sveitarfélög eru að gera til að aðstoða sveitarfélög í Úkraínu.

Evrópsk hagsmunasamtök sveitarfélaga (CEMR) hafa sent frá sér nýtt fréttabréf sem er sérstaklega tileinkað Úkraínu. Meðal þess sem fjallað er um að þessu sinni er sú eyðilegging sem átt hefur sér stað vegna árása rússneska hersins og þörfina fyrir gríðarlega innviðauppbyggingu í fjölmörgum bæjum og sveitarfélögum í Úkraínu. Þá er fjallað um atlögu rússneska hersins að bæjarstjórum í Úkraínu, en þó nokkuð er um að bæjarstjórum hafi verið rænt á svæðum sem rússneski herinn hefur á sínu valdi. Einnig er að finna dæmi um það sem evrópsk sveitarfélög eru að gera til að aðstoða sveitarfélög í Úkraínu.

Fréttabréf Evrópsku hagsmunasamtaka sveitarfélaga (CEMR) - 28. mars 2022