European Youth Capital 2022

European Youth Capital eða höfuðborg unga fólksins í Evrópu er titill sem Ungmennasamtök Evrópu (e. European Youth Forum, EYF) veita evrópskri borg eða bæ til eins árs í senn. Markmiðið er að stuðla að aukinni valdeflingu ungs fólks og efla þátttöku þess í samfélaginu. 

European Youth Capital eða höfuðborg unga fólksins í Evrópu er titill sem Ungmennasamtök Evrópu (e. European Youth Forum, EYF) veita evrópskri borg eða bæ til eins árs í senn. Markmiðið er að stuðla að aukinni valdeflingu ungs fólks og efla þátttöku þess í samfélaginu. 

Titillinn hefur verið veittur frá árinu 2009, þegar hollenska borgin Rotterdam skartaði honum fyrst allra borga og bæja í Evrópu. Af öðrum handhöfum má nefna Torrinó á Ítalíu og Þessalóníku í Grikklandi. Höfuðborg unga fólksins í ár er Cascais, nágrannasveitarfélag við Lissabon, höfuðborg Portúgals og á næsta ári fer titillinn til Novi Sad, næststærstu borgar Serbíu. Þá hefur franski bærinn Amiens verið valinn vegna ársins 2020 og á árinu 2021 fer höfuðborg unga fólksins til Chișinău í Moldavíu.

Leitin að höfuðborg unga fólksins fyrir árið 2022 er hafin og verður opið fyrir umsóknir til og með 19. janúar nk. Í kynningu EYF eru borgir og bæir, sem vilja nýta sér þau tækifæri sem titillinn veitir til að stuðla að jákvæðum breytingum með aukinni samfélagsþátttöku ungs fólks, hvattir til að sækja um.

Titillinn eflir jafnframt félög og samtök ungs fólks í viðkomandi landi og kemur handhafanum á Evrópukortið í eitt skipti fyrir öll, m.a. fyrir tilstilli þeirra viðburða sem efnt er til á vegum verkefnisins.

European-Youth-Capital-appl
Umsóknarfrestur er til og með 19. janúar 2019. European Youth Forum er samstarfsvettvangur ungs fólks. Aðild eiga 104 ungmennaráð og félagasamtök víðs vegar um Evrópu. Nánari upplýsingar um höfuðborg unga fólksins eru veittar á netfanginu eyc@youthforum.org.