Er rétt að ríkið skattleggi almannaþjónustu?

Eitt af bar­áttu­mál­um Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga er að ríkið komi að því með sveit­ar­fé­lög­un­um að ljúka upp­bygg­ingu á frá­veitu­kerf­um lands­ins. Sú umræða er ekki ný af nál­inni og raun­ar voru sett lög árið 1995 um tíma­bundna end­ur­greiðslu virðis­auka­skatts af frá­veitu­fram­kvæmd­um sveit­ar­fé­laga til árs­ins 2008. Náðust fram mikl­ar um­bæt­ur um land allt á gild­is­tíma lag­annna. Óum­deilt er að verk­efn­inu var hvergi nærri lokið enda voru aðstæður sveit­ar­fé­laga til þess að ráðast í stór­ar fjár­fest­ing­ar á þess­um tíma mis­jafn­ar.

Eitt af bar­áttu­mál­um Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga er að ríkið komi að því með sveit­ar­fé­lög­un­um að ljúka upp­bygg­ingu á frá­veitu­kerf­um lands­ins. Sú umræða er ekki ný af nál­inni og raun­ar voru sett lög árið 1995 um tíma­bundna end­ur­greiðslu virðis­auka­skatts af frá­veitu­fram­kvæmd­um sveit­ar­fé­laga til árs­ins 2008. Náðust fram mikl­ar um­bæt­ur um land allt á gild­is­tíma lag­annna. Óum­deilt er að verk­efn­inu var hvergi nærri lokið enda voru aðstæður sveit­ar­fé­laga til þess að ráðast í stór­ar fjár­fest­ing­ar á þess­um tíma mis­jafn­ar.

Eðli­leg fjár­mögn­un­ar­krafa af hálfu sveit­ar­fé­laga

Í þessu sam­hengi er rétt að minna á, að sveit­ar­fé­lög á Íslandi hafa veru­leg­ar skyld­ur á sviði um­hverf­is­mála. Í mörg­um til­vik­um er um að ræða inn­leiðingu lög­gjaf­ar frá Evr­ópu­sam­band­inu, sem er skylt að lög­festa á Íslandi á grund­velli EES-samn­ings­ins og ger­ir skýr­ar kröf­ur í frá­veitu­mál­um. Þess­um kröf­um eru sveit­ar­fé­lög lands­ins, eðli máls sam­kvæmt, mis­jafn­lega vel í stakk búin til að mæta.

Það er eðli­leg og rétt­mæt krafa, að þegar Alþingi samþykk­ir lög­gjöf sem fel­ur í sér auk­in út­gjöld fyr­ir sveit­ar­fé­lög­in, komi ríkið að fjár­mögn­un þeirra verk­efna. Reynsl­an sýn­ir því miður að fátítt er að ríkið komi með bein­um hætti að mál­um með þess­um hætti, held­ur er venj­an al­mennt sú að sveit­ar­fé­lög­um er gert að standa ein und­ir slík­um fjár­fest­ing­um, á sama tíma og þeim ber einnig að fylgja ákvæðum sveit­ar­stjórn­ar­laga um að skulda ekki meira en sem nem­ur 150% af reglu­leg­um tekj­um sín­um.

Virðis­auka­skatt­ur á klóak- og frá­veitu­kerfi?

Á landsþingi sam­bands­ins sl. haust fögnuðu sveit­ar­stjórn­ar­menn frétt­um um að komið væri fram frum­varp þess efn­is, að sveit­ar­fé­lög­um skyldi end­ur­greidd­ur virðis­auka­skatt­ur af frá­veitu­fram­kvæmd­um. Fyrsti flutn­ings­maður frum­varps­ins er Jón Gunn­ars­son, formaður um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar Alþing­is, og á hann þakk­ir skild­ar fyr­ir frum­kvæðið. Verra er reynd­ar, að nærri hálfu ári síðar er ekk­ert að frétta af mál­inu. Fyrsta umræða um frum­varpið hef­ur ekki einu sinni farið fram! Þetta verður að telj­ast með nokkr­um ólík­ind­um, í ljósi mik­il­væg­is máls­ins sem hér um ræðir.

Það skipt­ir sveit­ar­fé­lög­in miklu að fá end­ur­greitt sem nem­ur 20% af heild­ar­kostnaði við frá­veitu­mann­virki enda er hér um að ræða meiri­hátt­ar fjár­fest­ing­ar á mæli­kv­arða allra sveit­ar­fé­laga. Á meðan laga­breyt­ing­ar sem sveit­ar­fé­lög­in hafa lengi kallað eft­ir ganga ekki í gegn, eru mest­ar lík­ur á að sveit­ar­stjórn­ir haldi að sér hönd­um þrátt fyr­ir að óum­deilt sé, að þörf­in á þess­um fram­kvæmd­um er mjög brýn víða um land.

Skorað á Alþingi að ljúka mál­inu

Fyr­ir hönd sveit­ar­fé­lag­anna í land­inu skora ég hér með á alþing­isþing­menn að koma um­ræddu frum­varpi á dag­skrá þings­ins og tryggja því jafn­framt braut­ar­gengi þannig að það verði að lög­um fyr­ir þinglok í vor.

Aldís Hafsteinsdóttir, formaður stjórnarSambands íslenskra sveitarfélaga
Greinin birtist í Morgunblaðinu 26. febrúar 2019.